Árshátíð aðstoðarforstjóra
Þessi tölvupóstur var sendur mér frá Tryggva Jónssyni árið 2001 en félagar þeirra flugu þá til Miami þar sem ég bý ásamt bátunum og fékk afrit "til upplýsingar" enda þurfti að undirbúa THEE VIKING bátinn og hafa allar veitingar tilbúnar enda mikið stuð á mönnum.Fjölmargar slíkar ferðir voru farnar með helstu þungavigtarmönnum íslensks viðskipta- og fjármálalífs sem flestir veittu Baugsmönnum gríðarlega fyrirgreiðslu á uppgangsárum sínum.
Í þessa ferð var einungis útvöldum vildarvinum Baugsmanna boðið og ber þar hæst:
- Þorsteinn Jónsson, Vífilfelli
- Hreiðar Már Sigurðsson, KB Banka
- Sigurður Einarsson, KB Banka
- Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka (Bjarni var svo lykilmaður í REI málinu með Baugsmönnum/FL Group, eins og frægt er orðið)
- Þórður Már Jóhannesson, Straum fjárfestingarfélagi
Rétt er að taka fram að Bjarni og Þórður mættu ekki í veisluna.
Ég hvet alla áhugamenn um viðskipti að lesa t.d. kaflann "With a little help from friends" sem og Tölvupósta kaflann og kynnast hinni einstöku bankaþjónustu sem Baugsmenn hafa fengið í gegnum árin.
Við svo bættist "Bankaþjónusta Baugs hf." sem veitti lán uppá gríðarlega fjármuni sbr. kaflinn "Var almenningshlutafélagið Baugur hf. banki" án trygginga, vaxta, lánspappíra o.sv.frv.
-----Original Message-----
From: Tryggvi Jónsson [mailto:tryggvi@baugur.is]
Sent: Saturday, May 19, 2001 9:39 AM
To: Jon Sullenberger
Subject: FW: Árshátíð aðstoðarforstjóra
Sent þér til upplýsingar.
TJ
-----Original Message-----
From: Tryggvi Jónsson [mailto:tryggvi@baugur.is]
Sent: 14. maí 2001 18:59
To: Jón Ásgeir Jóhannesson (E-mail); Hreiðar Már Sigurðsson (E-mail);
BjarniÁrmannsson (E-mail); Þorsteinn M. Jónsson (E-mail);
'sigurdur@kaupthing.is';'thordur.johannesson@isfba.is'
Subject:Árshátíð aðstoðarforstjóra
Sælir félagar.
Nú er skipulagning árshátíðar aðstoðarforstjóra komin í fullan gang. Sem fyrr verður um tímamótaviðburð að ræða, þó ekki liggi ljóst fyrir hvaða fyrirtæki verður keypt/selt fyrr en að ferð lokinni.
Að vanda er helstu aðstoðarforstjórum boðið á árshátíðina (en það eru aðeinstveir sem flokkast undir það) og nokkrum wannabe aðstoðarforstjórum.
Dagskráin er í stórum dráttum þannig að flogið verður til Miami miðvikudaginn 25. júlí og til baka sunnudaginn 29. júlí.
Aðrir dagskrárliðir eru trúnaðarmál. Þó verður boðið upp á símahvíld (þ.e. þarsem maður hallar höfðinu fram og hvílir sig á símanum í flugvélinni) á leiðinni frá Baltimore til Miami.
Aðeins flugdólgum verður heimiluð þátttaka. Aðrir (svokallaðirstórtemplarar) eru beðnir um að halda sig heima við og reyta arfa í garðinum hjá sér. Takið frá dagana strax og látið vita um þátttöku. Kveðja Tryggvi (alias TeeJay)"
From: Tryggvi Jónsson [mailto:tryggvi@baugur.is]
Sent: Saturday, May 19, 2001 9:39 AM
To: Jon Sullenberger
Subject: FW: Árshátíð aðstoðarforstjóra
Sent þér til upplýsingar.
TJ
-----Original Message-----
From: Tryggvi Jónsson [mailto:tryggvi@baugur.is]
Sent: 14. maí 2001 18:59
To: Jón Ásgeir Jóhannesson (E-mail); Hreiðar Már Sigurðsson (E-mail);
BjarniÁrmannsson (E-mail); Þorsteinn M. Jónsson (E-mail);
'sigurdur@kaupthing.is';'thordur.johannesson@isfba.is'
Subject:Árshátíð aðstoðarforstjóra
Sælir félagar.
Nú er skipulagning árshátíðar aðstoðarforstjóra komin í fullan gang. Sem fyrr verður um tímamótaviðburð að ræða, þó ekki liggi ljóst fyrir hvaða fyrirtæki verður keypt/selt fyrr en að ferð lokinni.
Að vanda er helstu aðstoðarforstjórum boðið á árshátíðina (en það eru aðeinstveir sem flokkast undir það) og nokkrum wannabe aðstoðarforstjórum.
Dagskráin er í stórum dráttum þannig að flogið verður til Miami miðvikudaginn 25. júlí og til baka sunnudaginn 29. júlí.
Aðrir dagskrárliðir eru trúnaðarmál. Þó verður boðið upp á símahvíld (þ.e. þarsem maður hallar höfðinu fram og hvílir sig á símanum í flugvélinni) á leiðinni frá Baltimore til Miami.
Aðeins flugdólgum verður heimiluð þátttaka. Aðrir (svokallaðirstórtemplarar) eru beðnir um að halda sig heima við og reyta arfa í garðinum hjá sér. Takið frá dagana strax og látið vita um þátttöku. Kveðja Tryggvi (alias TeeJay)"
Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.