Við rannsókn Baugsmálsins kom fram að tölvupóstar allra starfsmanna Baugs voru geymdir í höfuðstöðvum Baugs - nema tölvupóstar tveggja starfsmanna.

Tölvupóstar Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar voru geymdir í litlu internetfyrirtæki í Síðumúlanum í Reykjavik sem er í eigu Guðmundar Inga Hjartarsonar, æskuvinar Jóns Ásgeirs og ber heitið Xnet.

Jón Ásgeir og Guðmundur tengjast nánum böndum og var hann m.a. viðstaddur í steggjapartý Jóns Ásgeirs sem og fór með honum í hinn fræga Gumball kappakstur eins og frægt er orðið.

Sú spurning vaknar af hverju forstjóri og aðstoðarforstjóri stærsta almenningshlutafélags landsins vista ekki pósta sína með öllum öðrum starfsmönnum Baugs hf. ?

Af hverju var búið að þurrka gögn af netþjónum þessa litla fyrirtækis þegar lögreglan kom á staðinn ?

Þegar Jón Ásgeir var kvaddur í yfirheyrslu, þá sagði hann frá því að hann væri búinn að týna tölvunni sinni, og síðan hefur ekkert til hennar spurst.

Tölvupóstar ritstjóra morgunblaðsins og Jóninu Ben hafa ratað á alla fjölmiðla í eigu Baugs sem sanna eigi samsæri yfirvalda á hendur Baugsmönnum.

Í janúar sl. sendi ég þessi gögn sem hér birtast á alla helstu miðla í eigu Baugs og má þar á meðal nefna:



Enginn Baugsmiðla sá ástæðu til að birta neitt af þessum gögnum.

Því hefur verið haldið fram að þessir póstar séu falsaðir og "settir" í tölvur þeirra þar sem býsna erfitt er að skýra marga þessa pósta fyrir sakborninga málsins.

Lögreglan eyddi miklum tíma í að rannsaka tölvur Tryggva (ferðatölva Jóns Ásgeirs týndist því miður að sögn Jóns Ásgeirs) en fann enginn gögn þess efnis að brotist hefði verið inn í tölvur hans.

Baugsmenn réðu eigin sérfræðinga m.a. frá fyrirtækinu Kögun, til að rannsaka tölvur Tryggva og Krístinar Jóhannesdóttur en jafnvel þeir fundu engin gögn sem bentu til þess að brotist hefði verið inní tölvur þeirra og einn sérfræðinganna jafnvel bar vitni þess efnis fyrir héraðsdómi að þeir gátu ekki fundið neitt sem benti til þess að þessir póstar væru falsaðir.

Margir þessara pósta eru mjög fróðlegir og skyldulesning fyrir alla sem vilja kynna sér málið.

Hér má lesa tölvupóstana


Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.