Í janúar sl. sendi ég fjölmarga tölvupósta úr Baugsmálinu á alla fjölmiðla í eigu Baugsmanna ásamt öðrum gögnum.

Ekki einn einasti Baugsmiðill sá ástæðu til að birta neitt af þeim gögnum.

24 stundir fengu svo gögn frá mér nýlega og þeir birtu 3 daga í röð fjölmargt efni og þar á meðal hinn fræga tölvupóst "With a little help from friends" sem má finna í samnefndum kafla hér á síðunni.

Virtasta fjármálablað heims, Financial Times hafði samband við mig ekki fyrir löngu og hitti ég m.a. blaðamann frá þeim á Íslandi þegar málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti en þeir hittu ýmsa aðila tengdum Baugsmálinu og sýna því gríðarlegan áhuga.

Það er því býsna athyglisvert að virtasta viðskiptadagblað heims birtir gögn úr málinu en viðskiptablöð í eigu Baugs sem og allir aðrir miðlar í eigu þeirra þegja þunnu hljóði um allt sem viðkemur eigendum þeirra.



Skýringin er auðvitað þegar upp er staðið augljós.

Financial Times eru nefnilega ekki í eigu Baugsmanna.

Ekkert frekar en 24 stundir.


Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.