Á Hreinn Loftsson að segja af sér?
Hinn skeleggi blaðamaður, Andrés Magnússon, ritar áhugaverðan pistil um kröfu Baugsmanna að dómsmálaráðherrann, Björn Bjarnason, segi af sér.Ég leyfi mér að birta pistil hans hér:
Ég sá í fréttum að Hreinn Loftsson, hrl., er þeirrar skoðunar að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér vegna sakfellingar yfir Baugsmönnum í Hæstarétti í dag. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á því hvað Hreinn er að fara.
Nú hefur heift og hatur Baugsmanna í garð Björns ekki farið fram hjá neinum (sbr. auglýsingu Jóhannesar Jónssonar í Bónus á kjördag þar sem hvatt var til útstrikana gegn honum), en það hefur aldrei komið almennilega fram af hverju. Þeir hafa nefnt aðkomu hans að Baugsmálinu, en virðast algerlega veruleikafirrtir í þeim efnum.
Eða ekki kunna á dagatal. Rannsókn Baugsmálsins hófst í lok ágúst árið 2002. Þá var Björn nýkjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík, en hann hafði látið af störfum sem menntamálaráðherra hinn 1. mars 2002, nærri hálfu ári áður en málið hófst. Dómsmálaráðherra varð hann ekki fyrr en 23. maí 2003, tæplega níu mánuðum eftir að rannsóknin hófst.
Hver á aðkoma Björns að hafa verið að upphafinu?
Hreinn nefnir sérstaklega að sem dómsmálaráðherra hafi Björn „stutt [ríkislögreglustjóra og saksóknara efnahagsbrotadeildar] með ráðum og dáð, leynt og ljóst“ og þar af leiðandi ætti hann að sjá sóma sinn í að segja af sér. Það segir kannski sína sögu að þarna notaði Hreinn nákvæmlega sama orðalag og Jói í auglýsingunni forðum.
En hvernig dettur lögmanninum Hreini í hug að setja svona dellu fram? Þá fyrst hefði nú verið ástæða til þess að Björn tæki pokann sinn ef hann hefði verið krukka í hvernig lögregluembætti eða saksóknari höguðu einstökum rannsóknum. Því það var það, sem Baugsmenn vildu: sérmeðferð vegna þess að þeir ættu svo mikið undir sér.
Og hver veit nema það hafi þeim tekist?
Látum það samt ligga milli hluta að sinni. Stóra spurningin er hvort Hreinn Loftsson ætli ekki að segja af sér. Hreinn er „stjórnarmeðlimur“ í Baugi Group, en hann var stjórnarformaður í almenningshlutafélaginu Baugi þegar þau brot áttu sér stað, sem forstjórinn hans og aðstoðarforstjóri voru dæmdir fyrir. Blasir ekki við að Hreinn hefur ekki staðið undir þeirri ríku eftirlitsskyldu, sem honum bar sem stjórnarformanni í almenningshlutafélagi?
Af yfirheyrslum yfir honum vegna kaupanna á Vöruveltunni, sem lesa má ásamt ýmsu öðru forvitnilegu á baugsmalid.is, er bersýnilegt að hann var alveg sérstaklega lítið heima í helstu verkefnum Baugs Group. Nú þegar dómur hefur loks gengið hlýtur Hreinn að axla sína ábyrgð þó seint sé og segja af sér sem „stjórnarmeðlimur“ í Baugi.
Nú hefur heift og hatur Baugsmanna í garð Björns ekki farið fram hjá neinum (sbr. auglýsingu Jóhannesar Jónssonar í Bónus á kjördag þar sem hvatt var til útstrikana gegn honum), en það hefur aldrei komið almennilega fram af hverju. Þeir hafa nefnt aðkomu hans að Baugsmálinu, en virðast algerlega veruleikafirrtir í þeim efnum.
Eða ekki kunna á dagatal. Rannsókn Baugsmálsins hófst í lok ágúst árið 2002. Þá var Björn nýkjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík, en hann hafði látið af störfum sem menntamálaráðherra hinn 1. mars 2002, nærri hálfu ári áður en málið hófst. Dómsmálaráðherra varð hann ekki fyrr en 23. maí 2003, tæplega níu mánuðum eftir að rannsóknin hófst.
Hver á aðkoma Björns að hafa verið að upphafinu?
Hreinn nefnir sérstaklega að sem dómsmálaráðherra hafi Björn „stutt [ríkislögreglustjóra og saksóknara efnahagsbrotadeildar] með ráðum og dáð, leynt og ljóst“ og þar af leiðandi ætti hann að sjá sóma sinn í að segja af sér. Það segir kannski sína sögu að þarna notaði Hreinn nákvæmlega sama orðalag og Jói í auglýsingunni forðum.
En hvernig dettur lögmanninum Hreini í hug að setja svona dellu fram? Þá fyrst hefði nú verið ástæða til þess að Björn tæki pokann sinn ef hann hefði verið krukka í hvernig lögregluembætti eða saksóknari höguðu einstökum rannsóknum. Því það var það, sem Baugsmenn vildu: sérmeðferð vegna þess að þeir ættu svo mikið undir sér.
Og hver veit nema það hafi þeim tekist?
Látum það samt ligga milli hluta að sinni. Stóra spurningin er hvort Hreinn Loftsson ætli ekki að segja af sér. Hreinn er „stjórnarmeðlimur“ í Baugi Group, en hann var stjórnarformaður í almenningshlutafélaginu Baugi þegar þau brot áttu sér stað, sem forstjórinn hans og aðstoðarforstjóri voru dæmdir fyrir. Blasir ekki við að Hreinn hefur ekki staðið undir þeirri ríku eftirlitsskyldu, sem honum bar sem stjórnarformanni í almenningshlutafélagi?
Af yfirheyrslum yfir honum vegna kaupanna á Vöruveltunni, sem lesa má ásamt ýmsu öðru forvitnilegu á baugsmalid.is, er bersýnilegt að hann var alveg sérstaklega lítið heima í helstu verkefnum Baugs Group. Nú þegar dómur hefur loks gengið hlýtur Hreinn að axla sína ábyrgð þó seint sé og segja af sér sem „stjórnarmeðlimur“ í Baugi.
Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.