Þegar Baugur fór af stað til að kaupa 20% í Arcadia þá var það svo stór fjárfesting að þeir fengu aðra fjárfesti með sér í lið s.s. KB Banka, Gilding fjárfestingarfélag og Islandsbanka og stofnuðu þeir saman félagið Arcadia Holding.

Baugur hf. gerir einnig samning við hluthafa Arcadia Holding að þeir geti keypt þá út seinna meir og greitt fyrir með hlutabréfum í almenningshlutafélaginu Baug.

Skv. fundargerð almenningshlutafélagsins Baugs frá 4.mai 2001 samþykkir stjórn almenningshlutafélagsins Baugs að veita Jóni Ásgeir og Tryggva Jónssyni heimild til þess að kaupa hina hluthafana í Arcadia holding út með hlutabréfum í Baug uppá mörg þúsund milljónir króna.

En það voru einnig fleiri hundruð milljón krónur í peningum teknar úr sjóðum almenningshlutafélagsins Baugs hf. og skráð í bókhald Baugs hf. "ráðgjöf og þóknanir til hluthafa Arcadia Holding fyrir að falla frá forkaupsrétti".

Tillaga Jóns Ásgeirs hinsvegar sem var lögð fyrir stjórnarfund almenningshlutafélagsins Baugs felur í sér skýra lýsingu á því hvað eigi að kaupa og hvernig eigi að greiða fyrir kaupin.

Hvergi í ákvörðun stjórnar almenningshlutafélagsins Baugs felst heimild til Jóns Ásgeirs að greiða hluthöfum viðbótargreiðslur umfram þá tillögu sem stjórnin samþykkti svo nemi hundruðum milljóna króna í beinhörðum peningum.

Viðbótargreiðslur í peningum voru ekki hluti af kaupsamningi 10.mai, 2001 við hluthafa Arcadia Holding - það stóð mjög skýrt að einungis ætti að greiða fyrir hlut þeirra með hlutabréfum í almenningshlutafélaginu Baug.

Skv. tilkynningu til Kauphallar íslands varðandi yfirtöku Baugs á Arcadia Holding var einungis tekið fram að greitt hefði verið með hlutabréfum í almenningshlutafélaginu Baug.

Allir stjórnarmenn almenningshlutafélagsins Baugs segja í yfirheyrslum hjá lögreglu að þeir kannist ekki við neinar viðbótargreiðslur í peningum til hluthafa Arcadia Holding.

Einungis hafi verið kynnt fyrir þeim af hálfu Jóns Ásgeirs að greiðsla færi fram með hlutabréfum í Baug og þeir samþykkt slíkt og ekkert annað.

Árni Oddur Þórðarson, einn hluthafa Arcadia Holding í gegnum Gildingu, segir að aldrei hafi verið rætt við sig að greiða ætti meira en hlutabréf fyrir hlut þeirra í Arcadia Holding.

Framburður Árna Odds Þórðarsonar, framkvæmdarstjóra Gildingu ehf.

Bjarni Ármannsson, þáverandi forstjóri Íslandsbanka segist ekki finna nein gögn um viðbótargreiðslur í bókhaldi Íslandsbanka umfram hlutabréfin í Baug.

Framburður Bjarna Ármannssonar

Allir hluthafar Arcadia Holding geta ekki framvísað neinum þeim bókhaldsgögnum eða samningum sem bera það með sér að tengjast slíkum greiðslum.

Eftir stendur því spurningin - hvert fóru allar milljonirnar sem vissulega voru teknar úr sjóðum almenningshlutafélagsins Baugs ?

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka hefur hugsanlega svarið en í bókhaldi Baugs voru skráðar 95 milljón krónur sem runnu til KB Banka með textanum "ráðgjöf vegna arcadia holding".

Í framburði sínum hjá lögreglu fullyrðir Hreiðar Már að þessi bókhaldsfærsla Baugs sé röng.

Vissulega hafi KB Banki fengið 95 milljóna greiðslu frá Baug en skýr greiðslufyrirmæli voru frá greiðandanum að millifæra ætti þessar 95 milljónir áfram á Gaum Holding í Lúxemborg (sem er persónulegt félag í eigu Jóns Ásgeirs) og þaðan hafi peningarnir runnið til FBA Holding vegna Orca hópsins sem var bandalag ýmissa manna í viðskiptalífinu , þ.á.m. Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem stóð að yfirtökutilraunum í Íslandsbanka meðal annars.

Framburður Hreiðars Más Sigurðssonar

Endurskoðendur almenningshlutafélagsins Baugs vissu ekki um þessa 95 milljóna greiðslu.

Fjármálastjóri almenningshlutafélagsins Baugs vissi ekki um þessa 95 milljóna greiðslu.

Einu mennirnir sem vissu af öllum þessum milljónum sem hurfu úr sjóðum almenningshlutafélagsins Baugs eru þeir sem tóku peningana og skráðu í bókhald Baugs sem "ráðgjöf og þóknanir".

Enginn annar kannast við slíkar greiðslur og bókhald þeirra fyrirtækja sem bókhald Baugs segir að hafi fengið peningana kannast ekki við neinar slíkar greiðslur sbr. framburð þeirra hér að ofan.

Allir stjórnarmenn almenningshlutafélagsins Baugs segja í framburði sínum að þeir hafi aldrei veitt heimild fyrir aukagreiðslum úr sjóðum almenningshlutafélagsins Baugs:

Framburður Þorgeirs Baldurssonar, stjórnarmanns í Baug hf.
Framburður Guðfinnu Bjarnadóttur, stjórnarmanns í Baug hf.
Framburður Hreins Loftssonar, stjórnarmanns í Baug hf.

Allir bankamenn og áhugamenn um viðskipti ættu svo að lesa þessa pósta varðandi fjármögnun á Arcadia fléttunni.

Samantekt úr tölvupóstum sem varða viðskipti með bréf í Arcadia

Eftir standa því eftirtaldar spurningar:

Hver tók allar þessar milljónir úr sjóðum almenningshlutafélagsins Baugs hf án vitundar stjórnarmanna almenningshlutafélagsins Baugs hf., sbr.framburðir þeirra hér að ofan ?

Hver skráði 95 milljóna króna greiðslu í bókhaldi Baugs hf. sem greiðslu til KB Banka og hvernig stendur á því að forstjóri KB Banka, Hreiðar Már Sigurðsson segir þessa bókhaldsfærslu ranga ?

Hver gaf þá fyrirskipun til KB Banka í Lúxemborg að millifæra 95 milljónir króna til Gaums holding sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ?


Svo má geta þess í lokin að félag að nafni A. Holding lagði fram 1.900 milljónir til lögmannsstofu í Laugardal til að kaupa stofnbréf í Sparisjóðum skv. www.mbl.is.


Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.