Baugur: Ríki í Rikinu
Lesandi síðunnar sendi mér tengil á þennan pistil sem mér finnst eiga heima hér á síðunni.Hvað finnst þér lesandi góður ?
Laugardagur, 24. febrúar 2007
Baugur er ríki í ríkinu
Hér kemur Baugsfærslan sem var tekin út síðast liðinn miðvikudag. Færslan er aðsent efni frá ónafngreindum sendanda. Ábyrgðarmaður síðunnar hefur gert textagreiningu og borið saman við bréfið sem var sent dómstólum í vikunni og dregur þá ályktun að ekki sé um sama höfund að ræða. En lesendur geta sjálfir dæmt um það. Gerið svo vel.
Skv. heimasíðu Baugsgroup starfa um 70.000 manns í þeim fyrirtækjum sem Baugur er kjölfestufjárfestir að og veltan er um 950 milljarðar kr. Skv. upplýsingum frá íslenska fjármálaráðuneytinu eru fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2007 uppá 367 milljarða.
Velta Baugsfyrirtækja sem Baugur er kjölfestufjárfestir að er því um 258% HÆRRI en íslensku fjárlögin.
Til samanburðar er velta stærsta fyrirtækis Danmerkur (http://www.maersk.dk/) um 160 milljarðar DKK en fjárlög danska ríkisins eru um 560 milljarðar DKK skv. upplýsingum frá danska sendiráðinu.
Velta eins stærsta fyrirtækis Svíþjóðar sem starfar um allan heim (IKEA) er um 160 milljarðar SEK en sænsku fjárlögin hljóða uppá 2007 milljarða skv. upplýsingum frá sænska sendiráðinu.
Eftir að hafa safnað svo nokkrum gögnum um starfsemi Baugs á Íslandi eingöngu, þ.e. fyrirtæki sem þeir eiga og stjórna vakna hjá manni verulega ákallandi spurningar sem mig langar að heyra þitt álit á og má sjá þær að neðan. En starfsemi Baugs á Íslandi eftir því sem ég best veit má skipta á þessi fyrirtæki en taka verður fram að þetta er alls EKKI tæmandi listi:
365
-Stöð2
-Sýn
-Sirkus
-Bylgjan
-Effem957
-Fréttablaðið
-DV
-Birta
Birtingur
-Séð og heyrt
-Ísafold
-Mannlíf
-Gestgjafinn
-Hér og nú
-Vikan
-Nýtt líf
-Hús og Hibýli
Húsasmiðjan (3jastærsta verslunarfyrirtæki landsins)
-Blómaval
-Egg
Teymi
-Vodafone
-Skýrr (leiðandi á hýsingar og gagnaflutningsmarkaði)
-Kögun (leiðandi á hugbúnaðar og hýsingarmarkaði)
-EJS (meðal stærstu í tölvusölu)
-Securitas (stærsta öryggisfyrirtæki landsins)
Stoðir
-250.000 fm2 af húsnæði sem Baugur leigir svo út
-Smáralind húsnæðið
Hagar
-Bónus
-Hagkaup
-10/11
-Vöruhúsið Hýsing
-Aðföng (Innkaupafyrirtæki Baugs)
Debenhams (stórverslun Smáralind)
Top shop (fataverslun)
Zara (fataverslun)
Þyrping
Þyrping hefur tengst helstu nýsköpunarverkefnum á sviði skipulags- og byggingamála á undanförnum árum og hefur mikla sérþekkingu í þeim efnum. Það hefur opnað félaginu aðgang að færustu ráðgjöfum hér heima og erlendis og gerir félaginu kleift að bjóða fyrsta flokks íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
SENA (um 85% markaðshlutdeild á sölu og dreifingu á tónlist og kvikmyndum. Baugur er því langstærsti framleiðandi - dreifingaraðili og söluaðili á öllu sem viðkemur afþreyingarefni sem og hefur umboð fyrir flest öll stærstu merkin á sviði kvikmynda og tónlistar.)
-Skífuverslanir (Laugavegi, Kringlunni, Smáralind)
-tonlist.is (stærsta netverslun með tónlist á Íslandi)
-D3.is (D3 er leiðandi efnisveita frétta- og afþreyingarefnis fyrir alla stafræna miðla)
-Saga film (stærsti framleiðandi auglýsinga og kvíkmynda á íslandi)
-visir.is
-Smárabíó (stærsta kvikmyndahús á Íslandi)
...og svona mætti lengi telja og ég nenni ekki að telja upp hlutabréfaeign þeirra t.d. í FL group sem skipta þúsundum milljóna en hlutabréfaeign þeirra í félögum á Íslandi hleypur á tugum milljarða en ég hef hvorki tíma eða þekkingu til að afla mér heildstæðra upplýsinga um slíkt (enda geta færustu blaðamenn Danmerkur ekki fundið útúr því eins og frægt er orðið vegna kross-eignatengsla og undirfyrirtækja o.sv.frv.).
Mig langar því að spyrja þig eftirfarandi:
a.
Hvernig ætli staðan verði eftir 3-5 ár ? Verður Baugur þá með 4-5 sinnum veltu íslenska ríkisins? Hvernig ætli verði að keppa við þá - m.ö.o. hvernig í veröldinni á að vera hægt að keppa við þá ?
Í dag er það nánast ómögulegt, vöxturinn heldur áfram og áfram og því ljóst að eftir 3-5 ár geta þeir einstaklingar sem þá langar að þreifa fyrir sér í þeim geirum sem þeir starfa á, algerlega gleymt því.
Eða hvað ?
b.
Hvenær telur þú að setja eigi löggjöf, s.k. auðhringjalöggjöf til að hindra frekari vöxt þessa stórveldis ? Hvenær verður Baugur of STÓR fyrir Ísland og íslenskan almenning ?
Er Baugur ekki „Microsoft" íslands ? Eru engin takmörk hversu mikið þeir geta vaxið á 300.000 manna svæði ?
Hvaða mörk telur Alþingi að eigi að vera fyrir vöxt svona fyrirtækis eins og Baugs ?
c.
Hver er ástæðan fyrir því að það er ekkert fjallað um löggjöf þessa efnis í dag ? Hvenær á löggjafinn að grípa inní og segja „það einfaldlega hentar ekki almannahagsmunum, að leyfa ykkur að vaxa frekar" ?
Er það ekki nokkuð augljóst að EINKAFYRIRTÆKI sem er rekið með hámarksarðsemi að leiðarljósi hefur ekki sömu hagsmuni að gæta og almenningur ?
d.
Er það gott fyrir íslenskt samfélag að eitt og sama fyrirtækið/samsteypan sé annaðhvort markaðsráðandi eða nálægt því að vera markaðsráðandi á tugum ólíkra greina í íslensku atvinnulífi ?
Erlendis eru fyrirtæki eins og Microsoft, sem eru nánast markaðsráðandi í EINUM geira settar strangar reglur og ýmis lög sett til að tryggja einmitt að sá aðili verði ekki of stór í EINUM geira.
Baugur er starfandi í nokkrum tugum greina á Íslandi og ráðandi á þeim flestum.
e.
Hvernig ætli staðan verði þegar börnin mín fara á vinnumarkaðinn miðað víð áframhaldandi vöxt Baugs ? Verður einhver möguleiki fyrir þau að starfa EKKI hjá Baug ?
Mér finnst þetta veldi orðið all-skuggalega stórt...og það stækkar og stækkar og sér ekki fyrir endann á því..... Baugur er stofnað 1998 og því ekki nema 9 ára gamalt !
Hvernig ætli 15 ára afmælið þeirra verði ? Hversu stórir verða þeir þá ?
Hvað þá um 20 ára afmælið?
Sér Alþingi virkilega ekkert athugavert við vöxt þessara samsteypu á Íslandi?
Baugur er ríki í ríkinu
Hér kemur Baugsfærslan sem var tekin út síðast liðinn miðvikudag. Færslan er aðsent efni frá ónafngreindum sendanda. Ábyrgðarmaður síðunnar hefur gert textagreiningu og borið saman við bréfið sem var sent dómstólum í vikunni og dregur þá ályktun að ekki sé um sama höfund að ræða. En lesendur geta sjálfir dæmt um það. Gerið svo vel.
Skv. heimasíðu Baugsgroup starfa um 70.000 manns í þeim fyrirtækjum sem Baugur er kjölfestufjárfestir að og veltan er um 950 milljarðar kr. Skv. upplýsingum frá íslenska fjármálaráðuneytinu eru fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2007 uppá 367 milljarða.
Velta Baugsfyrirtækja sem Baugur er kjölfestufjárfestir að er því um 258% HÆRRI en íslensku fjárlögin.
Til samanburðar er velta stærsta fyrirtækis Danmerkur (http://www.maersk.dk/) um 160 milljarðar DKK en fjárlög danska ríkisins eru um 560 milljarðar DKK skv. upplýsingum frá danska sendiráðinu.
Velta eins stærsta fyrirtækis Svíþjóðar sem starfar um allan heim (IKEA) er um 160 milljarðar SEK en sænsku fjárlögin hljóða uppá 2007 milljarða skv. upplýsingum frá sænska sendiráðinu.
Eftir að hafa safnað svo nokkrum gögnum um starfsemi Baugs á Íslandi eingöngu, þ.e. fyrirtæki sem þeir eiga og stjórna vakna hjá manni verulega ákallandi spurningar sem mig langar að heyra þitt álit á og má sjá þær að neðan. En starfsemi Baugs á Íslandi eftir því sem ég best veit má skipta á þessi fyrirtæki en taka verður fram að þetta er alls EKKI tæmandi listi:
365
-Stöð2
-Sýn
-Sirkus
-Bylgjan
-Effem957
-Fréttablaðið
-DV
-Birta
Birtingur
-Séð og heyrt
-Ísafold
-Mannlíf
-Gestgjafinn
-Hér og nú
-Vikan
-Nýtt líf
-Hús og Hibýli
Húsasmiðjan (3jastærsta verslunarfyrirtæki landsins)
-Blómaval
-Egg
Teymi
-Vodafone
-Skýrr (leiðandi á hýsingar og gagnaflutningsmarkaði)
-Kögun (leiðandi á hugbúnaðar og hýsingarmarkaði)
-EJS (meðal stærstu í tölvusölu)
-Securitas (stærsta öryggisfyrirtæki landsins)
Stoðir
-250.000 fm2 af húsnæði sem Baugur leigir svo út
-Smáralind húsnæðið
Hagar
-Bónus
-Hagkaup
-10/11
-Vöruhúsið Hýsing
-Aðföng (Innkaupafyrirtæki Baugs)
Debenhams (stórverslun Smáralind)
Top shop (fataverslun)
Zara (fataverslun)
Þyrping
Þyrping hefur tengst helstu nýsköpunarverkefnum á sviði skipulags- og byggingamála á undanförnum árum og hefur mikla sérþekkingu í þeim efnum. Það hefur opnað félaginu aðgang að færustu ráðgjöfum hér heima og erlendis og gerir félaginu kleift að bjóða fyrsta flokks íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
SENA (um 85% markaðshlutdeild á sölu og dreifingu á tónlist og kvikmyndum. Baugur er því langstærsti framleiðandi - dreifingaraðili og söluaðili á öllu sem viðkemur afþreyingarefni sem og hefur umboð fyrir flest öll stærstu merkin á sviði kvikmynda og tónlistar.)
-Skífuverslanir (Laugavegi, Kringlunni, Smáralind)
-tonlist.is (stærsta netverslun með tónlist á Íslandi)
-D3.is (D3 er leiðandi efnisveita frétta- og afþreyingarefnis fyrir alla stafræna miðla)
-Saga film (stærsti framleiðandi auglýsinga og kvíkmynda á íslandi)
-visir.is
-Smárabíó (stærsta kvikmyndahús á Íslandi)
...og svona mætti lengi telja og ég nenni ekki að telja upp hlutabréfaeign þeirra t.d. í FL group sem skipta þúsundum milljóna en hlutabréfaeign þeirra í félögum á Íslandi hleypur á tugum milljarða en ég hef hvorki tíma eða þekkingu til að afla mér heildstæðra upplýsinga um slíkt (enda geta færustu blaðamenn Danmerkur ekki fundið útúr því eins og frægt er orðið vegna kross-eignatengsla og undirfyrirtækja o.sv.frv.).
Mig langar því að spyrja þig eftirfarandi:
a.
Hvernig ætli staðan verði eftir 3-5 ár ? Verður Baugur þá með 4-5 sinnum veltu íslenska ríkisins? Hvernig ætli verði að keppa við þá - m.ö.o. hvernig í veröldinni á að vera hægt að keppa við þá ?
Í dag er það nánast ómögulegt, vöxturinn heldur áfram og áfram og því ljóst að eftir 3-5 ár geta þeir einstaklingar sem þá langar að þreifa fyrir sér í þeim geirum sem þeir starfa á, algerlega gleymt því.
Eða hvað ?
b.
Hvenær telur þú að setja eigi löggjöf, s.k. auðhringjalöggjöf til að hindra frekari vöxt þessa stórveldis ? Hvenær verður Baugur of STÓR fyrir Ísland og íslenskan almenning ?
Er Baugur ekki „Microsoft" íslands ? Eru engin takmörk hversu mikið þeir geta vaxið á 300.000 manna svæði ?
Hvaða mörk telur Alþingi að eigi að vera fyrir vöxt svona fyrirtækis eins og Baugs ?
c.
Hver er ástæðan fyrir því að það er ekkert fjallað um löggjöf þessa efnis í dag ? Hvenær á löggjafinn að grípa inní og segja „það einfaldlega hentar ekki almannahagsmunum, að leyfa ykkur að vaxa frekar" ?
Er það ekki nokkuð augljóst að EINKAFYRIRTÆKI sem er rekið með hámarksarðsemi að leiðarljósi hefur ekki sömu hagsmuni að gæta og almenningur ?
d.
Er það gott fyrir íslenskt samfélag að eitt og sama fyrirtækið/samsteypan sé annaðhvort markaðsráðandi eða nálægt því að vera markaðsráðandi á tugum ólíkra greina í íslensku atvinnulífi ?
Erlendis eru fyrirtæki eins og Microsoft, sem eru nánast markaðsráðandi í EINUM geira settar strangar reglur og ýmis lög sett til að tryggja einmitt að sá aðili verði ekki of stór í EINUM geira.
Baugur er starfandi í nokkrum tugum greina á Íslandi og ráðandi á þeim flestum.
e.
Hvernig ætli staðan verði þegar börnin mín fara á vinnumarkaðinn miðað víð áframhaldandi vöxt Baugs ? Verður einhver möguleiki fyrir þau að starfa EKKI hjá Baug ?
Mér finnst þetta veldi orðið all-skuggalega stórt...og það stækkar og stækkar og sér ekki fyrir endann á því..... Baugur er stofnað 1998 og því ekki nema 9 ára gamalt !
Hvernig ætli 15 ára afmælið þeirra verði ? Hversu stórir verða þeir þá ?
Hvað þá um 20 ára afmælið?
Sér Alþingi virkilega ekkert athugavert við vöxt þessara samsteypu á Íslandi?
Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.