Einn af ţeim ákćruliđum sem hvađ harđast hefur veriđ deilt um fyrir dómstólum er hiđ dularfulla félag sem ber heitiđ Fjárfar ehf.

Ţetta félag fékk hundruđir milljóna króna frá almenningshlutafélaginu Baug hf. án trygginga, vaxta eđa afborgana og keypti gríđarlegt magn af hlutabréfum í Baug.

Ţetta félag keypti einnig 10-11 verslunarkeđjuna m.a. međ peningum frá almenningshlutafélaginu Baug hf. og endurseldi svo til Baugs međ gríđarlegum hagnađi nokkrum mánuđum síđar.

Sá ađili sem átti og stjórnađi Fjárfar ehf. eignađist ţví verulegt magn af hlutabréfum í Baug hf. sem og hagnađist um hundruđi milljónir króna á sölu 10-11 verslunarkeđjunni til Baugs hf.

Jón Ásgeir ţvertekur fyrir ađ hafa veriđ raunverulegur eigandi ţess félags og hvađ ţá stjórnađ ţví og hafa lögmenn hans fariđ hamförum fyrir dómstólum ađ sverja af honum alla ađkomu ađ félaginu.

Í greinargerđ verjenda Jóns Ásgeirs til Hćstaréttar Íslands kemur m.a. fram varđandi ákćruliđ 7 sem er sala á hlutafé til Fjárfars ehf. en Jóni Ásgeir er gefiđ ađ sök brot gegn hlutafélagalögum međ lánveitingum frá Baugi til Fjárfars sem var svo nýtt til kaupa á hlutafé í Baug hf.

Verjendur Jóns Ásgeirs segja í greinargerđ sinni orđrétt:

"Í greinargerđ setts ríkissaksóknara til Hćstaréttar um ţennan ákćruliđ er ţví ranglega haldiđ fram, og án sýnilegs tilgangs, ađ Jón Ásgeir hafi alla tíđ leynt tengslum sínum viđ Fjárfar ehf.

Jón Ásgeir var ekki fyrirsvarsmađur ţess félags. Fráleitt er ađ halda ţví fram ađ Jón Ásgeir hafi tekiđ ákvörđun um ţennan kaupsamning ţegar fyrir liggur ađ framkvćmdarstjóri Fjárfars ehf., Helgi Jóhannesson undirritađi samninginn fyrir hönd félagsins".


Lögmenn Baugs halda ţví sem sagt fram, ađ lögmađurinn Helgi Jóhannesson hafi tekiđ allar ákvarđanir fyrir hönd Fjárfars ehf. sem framkvćmdarstjóri félagsins.

Ţetta er sérlega áhugaverđ málsvörn lögmanna Baugsmanna fyrir Hćstarétti, ţar sem ţessi ágćti lögmađur, Helgi Jóhannesson segir orđrétt í framburđi sínum ţegar hann er beđinn ađ skýra tengsl Jóns Ásgeirs Jóhannessonar viđ Fjárfar ehf.:

"Helgi segir ađ ţađ hafi komiđ honum ţannig fyrir sjónir ađ Krístin Jóhannesdóttir hafi fengiđ sín fyrirmćli og upplýsingar varđandi félagiđ frá Jóni Ásgeiri og hún síđan komiđ ţeim áfram til Helga í samrćmi viđ samning ţeirra.

Ađspurđur segist Helgi ekki hafa orđiđ var viđ fleiri ađila sem höfđu međ málefni Fjárfars ađ gera.

...Helgi er spurđur hvort ađ hann hafi tekiđ einhverjar ákvarđanir um fjárhagslegar skuldbindingar Fjárfars eđa annan rekstur félagsins.

Helgi svarar ţví neitandi, hann hafi ekki gert neitt nema skv. beiđni eđa fyrirmćlum.

...varđandi stjórnun segir Helgi eins og fyrr hafi komiđ fram, ţá hafi ţađ komiđ honum fyrir sjónir ađ ţađ hafi veriđ Jón Ásgeir sem hafi ráđiđ för í rekstri og ákvarđanatöku félagsins".


Svo velti ég ţví fyrir mér hvort ţetta geti veriđ sami Helgi Jóhannesson og var lögmađur Jóns Ásgeirs í málsókn hans á hendur mér í Bandaríkjunum ţar sem m.a. krafist var ađ eignaréttur Jóns Ásgeirs á bátnum frćga, vćri viđurkenndur međ dómi (sem Jón Ásgeir harđneitar ađ eiga fyrir íslenskum dómstólum) ?

Ég get ekki stillt mig um ađ spyrja lögmenn Mörkinni, sem hafa haldiđ utan um málsvörn Baugsmanna eftirfarandi ţar sem ţeir hafa auđvitađ ađgang ađ öllum gögnum málsins líkt og ég.

Ég hvet einnig alla til ađ lesa kaflann merktur "Leynifélagiđ Fjárfar" hér á síđunni.

Ţađ er einnig hćgt ađ smella á rauđletruđu orđin til ađ sjá viđkomandi skjöl. 1. Hvernig skýriđ ţiđ, ágćtu lögmenn, ađ ţegar starfsmađur KB Banka, Hannes Hrólfsson, sendir póst til Jóns Ásgeirs ţann 22. mars 2000 vegna fjárvörslusamnings Fjárfars, lánssamning Fjárfars ehf. sem og sjálfskuldaábyrgđ Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs á skuldum Fjárfars ehf. ţá svarar Jón Ásgeir honum međ ţessum orđum :

  "Sendu mér skjölin, Jón Ásgeir".

  Ef Jón Ásgeir er ekki forsvarsmađur Fjárfars ehf., af hverju hefur KB banki samband viđ hann og enn forvitnilegra, af hverju fyrirskipar Jón Ásgeir bankanum ađ senda sér skjölin sem eđlilega ćttu ađ fara til ţeirra sem stjórna leynifélaginu Fjárfar ehf. ? 2. Af hverju tekur eiginkona Jóns Ásgeirs, Ingibjörg Pálmadóttir á sig sjálfsskuldarábyrgđ uppá hundruđi milljóna króna vegna Fjárfars ehf.?

  Hver bađ hana um slíka ábyrgđ og fyrir hvern myndi hún veita slíka ábyrgđ ? 3. Af hverju voru eignir Gaums ehf. sem er í 100% eigu Jóns Ásgeirs notađar til tryggingar skuldum Fjárfars ehf. ef hann hvorki stjórnađi félaginu eđa átti meirihlutann í ţví? 4. Ríkislögreglustjóri sendir bréf til Baugs 22.apríl 2003 ţar sem óskađ var eftir ađ "upplýst verđi hvort og ţá hvađa tryggingar voru/hafa veriđ lagđar fram vegna skulda Fjárfars ehf. viđ Baug" sem voru verulegar.

  Daginn eftir ţ.e. 23. apríl 2003 sendir Jón Ásgeir systur sinni Kristínu tölvupóst (pósturinn fannst í tölvu Krístinar) sem var svohljóđandi:  Ég spyr:
  Er ţađ mögulegt ađ "F" standi fyrir Fjárfar ehf. ?

  Af hverju er skjólstćđingur ykkar, Jón Ásgeir, ađ skipta sér af skuldum Fjárfars ehf. viđ Baug ehf. ef hann er ekki forsvarsmađur félagsins ?

  Jón Ásgeir er einnig spurđur hvers vegna ekki var fariđ "ađ beita sér" fyrir ţví ađ skuldin yrđi greidd fyrr en ađ ţessi fyrirspurn kom frá RLS. Jóni Ásgeiri er bent á af lögreglu ađ ţegar RLS sendir ţetta bréf er skuld Fjárfars viđ almenningshlutafélagiđ Baug orđin meira en 2 ára gömul.

  Jón Ásgeir segir ađ skuldin hafi ađ lokum veriđ greidd og ţví ekkert vandamál međ ţađ, menn hafi ekki haft neinar áhyggjur af ţessari skuld.

  Í stuttu máli:
  "X" sem stjórnađi Fjárfar ehf. fékk hundruđir milljóna ađ láni frá almenningshlutafélaginu Baug hf. og eins og fram hefur komiđ var ţađ forstjóri Baugs, Jón Ásgeir, sem samţykkti allar ţessar lánveitingar persónulega og hafđi hann ekki áhyggjur af tryggingum vegna lánanna og rukkađi ekki heldur neina vexti.

  "X" sem átti og stjórnađi Fjárfar ehf. hagnađist ţví gríđarlega í kjölfar ţessara lána og eignađist verulegt magn hlutabréfa í almenningshlutafélaginu Baug hf.

  Af hverju vísa ALLIR sem tengjast félaginu fjárfar ehf. og báru vitni í málinu á skjólstćđing ykkar, Jón Ásgeir, sem eiganda og stjórnanda Fjárfars ehf. og hvernig skýriđ ţiđ ađ öll skjöl, póstar og gögn benda á Jón Ásgeir sem eiganda og stjórnanda Fjárfars ehf. ?

  Eru allir ađ ljúga og öll gögn fölsuđ í málinu ? 5. Er Helgi Jóhannesson lögmađur, ađ segja ósatt ţegar hann lýsir ţví í framburđi sínum, ađ systir Jóns Ásgeirs, Krístin Jóhannesdóttir, hafi beđiđ hann um ađ taka viđ starfinu hjá Fjárfar ehf. ?

  Hver bađ Krístinu ađ ráđa Helga sem "forsvarsmann" Fjárfars ehf. ?

  Hvernig skýriđ ţiđ ágćtu lögmenn, ađ Helgi Jóhannesson var látin undirrita skriflegan samning viđ Gaum ehf. ţess efnis ađ hann mćtti einungis framkvćma ţá gerninga í nafni Fjárfars sem Gaumur fól honum, ţ.e. ađ Gaumur ehf. kćmi fram fyrir hönd hluthafa Fjárfars ehf. ?

  Er Gaumur ekki í 100% eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ?

  Framburđur Helga Jóhannessonar 6. Er Krístin Jóhannesdóttir,framkvćmdastjóri Gaums ehf. og systir Jóns Ásgeirs, ađ segja ósatt ţegar hún lýsir ţví í framburđi sínum ađ hún hafi fengiđ allar fyrirskipanir varđandi Fjárfar ehf. frá bróđur sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og komiđ ţeim fyrirskipunum síđan áleiđis til Helga Jóhannessonar stjórnarformanns Fjárfars ehf. (sem hún átti ţátt í ađ ráđa ađ félaginu Fjárfar ehf.) ?

  Framburđur Kristínar Jóhannesdóttur 7. Ţann 7. júlí 2004 skrifar Einar Ţór Sverrisson bréf til ríkislögreglustjóra og titlar sig sem lögmann Fjárfars ehf. og neitar ađ afhenda bókhald Fjárfars ehf. til lögreglunnar.

  Er ţetta sami Einar Ţór Sverrisson, og situr í stjórn Baugs ehf. ?

  Er ţetta sami Einar Ţór Sverrisson og var viđstaddur steggjapartý Jóns Ásgeirs í London á sl. ári ţar sem einungis "innvígđum og innmúruđum" Baugsmönnum var bođiđ?

  Er ţetta sami Einar Ţór Sverrisson og var verjandi Jóhannesar Jónssonar, föđur Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu ?

  Er ţetta sami Einar Ţór Sverrisson og hefur sinnt fjölmörgum lögmannsstörfum fyrir fyrirtćki Jóns Ásgeirs og m.a. variđ fyrirtćki hans af hörku gegn Samkeppniseftirlitinu?

  Er ţetta sami Einar Ţór Sverrisson og er starfsmađur ţeirrar lögmannsstofu sem ritađi greinargerđ til Hćstaréttar ţar sem ţví er lýst ađ ţađ sé fráleitt ađ halda ţví fram ađ Jón Ásgeir Jóhannesson, hafi veriđ forsvarsmađur Fjárfars ehf. (sjá ađ ofan) ?

  Er ţetta sami Einar Ţór Sverrisson og situr í stjórn Baugsfyrirtćkisins Teymi hf.?

  Er ţetta sami Einar Ţór Sverrisson og er lögmađur Baugsfyrirtćkisins 365 miđlar ?

  Hver bađ verjenda föđur Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu, Einar Ţór Sverrisson hrl., ađ sjá um lögmannsstörf fyrir Fjárfar ehf.?

  Af hverju mátti lögreglan ekki fá ađgang ađ bókhaldi Fjárfars ehf. ? 8. Um tíma starfađi sem stjórnarformađur Fjárfars ehf. mađur ađ nafni Jóhannes Jónsson. Er ţetta fađir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eđa alnafni ?

  Hver bađ Jóhannes ađ taka ađ sér stjórnarformennsku Fjárfars ehf. ?

  Hverra hagsmuna var hann ađ gćta ? 9. Hvernig skýriđ ţiđ, háttvirtu lögmenn, ađ Helgi Jóhannesson, stjórnarformađur Fjárfars frá árslokum 1999 til byrjunar árs 2002 sagđi fyrir dómi ađ í ljós hefđi komiđ ađ raunverulegur eigandi hluta ţess hlutafjár sem Fjárfar var skráđ fyrir hefđi veriđ Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, og talsverđ vinna hefđi fariđ í ađ ađskilja ţau bréf frá raunverulegum eignum Fjárfars ? 10. Hvernig skýriđ ţiđ, háttvirtu lögmenn, ađ í ársreikningi Fjárfars fyrir áriđ 1999 kemur fram ađ í árslok 1999 hafi eigandi yfir 90% hlutafjár í Fjárfari veriđ Helga Gísladóttir, sem átti 10-11 verslanakeđjuna til ársins 1999 ásamt eiginmanni sínum.

  Helga Gísladóttir sagđi fyrir dómi ekki skilja hvers vegna hún hefđi veriđ sögđ eiga yfir 90% hlut í Fjárfari, hún hafi aldrei átt hlut í félaginu.

  Eiríkur, eiginmađur hennar, sagđi fyrir dómi ađ í árslok 2000 hefđu ţau gert Jóni Ásgeiri ţann greiđa ađ leyfa honum ađ skrá ţau sem eigendur Fjárfars í um ţađ bil ţrjár vikur, en á máli hans mátti skilja ađ ţađ hafi veriđ sýndargjörningur sbr. frétt Baugsmiđilsins www.visir.is. 11. Af hverju skrifar Tryggvi Jónsson póst til Jóns Ásgeirs 3. nóvember 2001 ţar sem hann segir Fjárfar ehf. skulda 219 milljónir til Baugs og spyr jafnframt hvort ástćđa sé ađ Fjárfar ehf. sé hluthafi í Tryggingarmiđstöđinni ?

  Hvernig á Jón Ásgeir, sem segist ekki hafa veriđ forsvarsmađur félagsins og "..einungis átt örfá prósent" í félaginu sbr.framburđur hans fyrir dómi, ađ vita ţetta ? 12. Af hverju skrifar Tryggvi Jónsson, ađstođarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. bréf til endurskođanda Baugs hf. ţar sem hann skýrir skuld Fjárfars ehf. til Baugs uppá 219 milljónir sem og útskýrir hvernig ţessi skuld verđur greidd ?

  Hvađan fćr Tryggvi Jónsson, hćgri hönd Jóns Ásgeirs allar ţessar upplýsingar um stöđu Fjárfars ehf. ? Hvernig veit Tryggvi hvernig Fjárfar ehf. hyggist greiđa skuldir sínar ?

  Hvađa einstaklingur lćtur honum allar ţessar upplýsingar í té ?Ađ lokum langar mig ađ birta hér orđrétt hluta úr viđtali sem fram fór í Kastljósi Ríkisútvarpsins á milli Gests Jónssonar hćstaréttarlögmanns og Kristjáns Kristjánssonar fréttamanns í Kastljósi sjónvarpsins.

Ţar sagđi Gestur m.a.:

"...og niđurstađa hérađsdóms var sú, ađ hann (Jón Gerald Sullenberger) hefđi ekki veriđ trúverđugt vitni um ţau atriđi, sem ţar voru..."

Kristján: "Já einmitt, ég hérna, ţetta er orđ, sem ţiđ hafiđ notađ mjög mikiđ, ađ hann sé..."

Gestur: "Ţetta er ekki orđ, sem viđ höfum notađ, ţetta er hluti af dómnum."

Kristján: "Ég nefnilega fór yfir ţađ í dag og ţađ stendur hvergi í dómnum orđiđ ótrúverđugur eđa trúverđugleiki dreginn í efa. Ţađ stendur bara hvergi eđa ég mundi vilja ađ ţú sýndir mér ţađ."

Gestur: "Ég verđ ađ finna ţađ á öđrum tíma."


Ţađ skal upplýst hér og nú ađ Gestur Jónsson fann ţetta aldrei enda aldrei sagt í dómsorđi ađ ég hafi veriđ ótrúverđugt vitni.

Ţetta hentađi hinsvegar afskaplega vel í málsvörninni enda Baugsmiđlarnir fljótir til og hafa ítrekađ notađ ţetta í öllum fréttaflutningi sínum af málinu og ítrekađ kallađ mig "ótrúverđugt vitni ađ mati dómstóla".

Međ hliđsjón af ofantöldu spyr ég hina háttvirtu verjendur Baugsmanna, Lögmenn Mörkinni, Suđurlandsbraut 4, 108 Reykjavik:

Skiptir sannleikurinn engu máli lengur í lögmennsku ?


Mér ţćtti vćnt um ađ heyra ţitt álit eftir lesturinn og hvet ţig til ađ skrifa í gestabókina.