Lögmenn Baugs og sannleikurinn
Einn af þeim ákæruliðum sem hvað harðast hefur verið deilt um fyrir dómstólum er hið dularfulla félag sem ber heitið Fjárfar ehf.Þetta félag fékk hundruðir milljóna króna frá almenningshlutafélaginu Baug hf. án trygginga, vaxta eða afborgana og keypti gríðarlegt magn af hlutabréfum í Baug.
Þetta félag keypti einnig 10-11 verslunarkeðjuna m.a. með peningum frá almenningshlutafélaginu Baug hf. og endurseldi svo til Baugs með gríðarlegum hagnaði nokkrum mánuðum síðar.
Sá aðili sem átti og stjórnaði Fjárfar ehf. eignaðist því verulegt magn af hlutabréfum í Baug hf. sem og hagnaðist um hundruði milljónir króna á sölu 10-11 verslunarkeðjunni til Baugs hf.
Jón Ásgeir þvertekur fyrir að hafa verið raunverulegur eigandi þess félags og hvað þá stjórnað því og hafa lögmenn hans farið hamförum fyrir dómstólum að sverja af honum alla aðkomu að félaginu.
Í greinargerð verjenda Jóns Ásgeirs til Hæstaréttar Íslands kemur m.a. fram varðandi ákærulið 7 sem er sala á hlutafé til Fjárfars ehf. en Jóni Ásgeir er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með lánveitingum frá Baugi til Fjárfars sem var svo nýtt til kaupa á hlutafé í Baug hf.
Verjendur Jóns Ásgeirs segja í greinargerð sinni orðrétt:
"Í greinargerð setts ríkissaksóknara til Hæstaréttar um þennan ákærulið er því ranglega haldið fram, og án sýnilegs tilgangs, að Jón Ásgeir hafi alla tíð leynt tengslum sínum við Fjárfar ehf.
Jón Ásgeir var ekki fyrirsvarsmaður þess félags. Fráleitt er að halda því fram að Jón Ásgeir hafi tekið ákvörðun um þennan kaupsamning þegar fyrir liggur að framkvæmdarstjóri Fjárfars ehf., Helgi Jóhannesson undirritaði samninginn fyrir hönd félagsins".
Jón Ásgeir var ekki fyrirsvarsmaður þess félags. Fráleitt er að halda því fram að Jón Ásgeir hafi tekið ákvörðun um þennan kaupsamning þegar fyrir liggur að framkvæmdarstjóri Fjárfars ehf., Helgi Jóhannesson undirritaði samninginn fyrir hönd félagsins".
Lögmenn Baugs halda því sem sagt fram, að lögmaðurinn Helgi Jóhannesson hafi tekið allar ákvarðanir fyrir hönd Fjárfars ehf. sem framkvæmdarstjóri félagsins.
Þetta er sérlega áhugaverð málsvörn lögmanna Baugsmanna fyrir Hæstarétti, þar sem þessi ágæti lögmaður, Helgi Jóhannesson segir orðrétt í framburði sínum þegar hann er beðinn að skýra tengsl Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við Fjárfar ehf.:
"Helgi segir að það hafi komið honum þannig fyrir sjónir að Krístin Jóhannesdóttir hafi fengið sín fyrirmæli og upplýsingar varðandi félagið frá Jóni Ásgeiri og hún síðan komið þeim áfram til Helga í samræmi við samning þeirra.
Aðspurður segist Helgi ekki hafa orðið var við fleiri aðila sem höfðu með málefni Fjárfars að gera.
...Helgi er spurður hvort að hann hafi tekið einhverjar ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar Fjárfars eða annan rekstur félagsins.
Helgi svarar því neitandi, hann hafi ekki gert neitt nema skv. beiðni eða fyrirmælum.
...varðandi stjórnun segir Helgi eins og fyrr hafi komið fram, þá hafi það komið honum fyrir sjónir að það hafi verið Jón Ásgeir sem hafi ráðið för í rekstri og ákvarðanatöku félagsins".
Aðspurður segist Helgi ekki hafa orðið var við fleiri aðila sem höfðu með málefni Fjárfars að gera.
...Helgi er spurður hvort að hann hafi tekið einhverjar ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar Fjárfars eða annan rekstur félagsins.
Helgi svarar því neitandi, hann hafi ekki gert neitt nema skv. beiðni eða fyrirmælum.
...varðandi stjórnun segir Helgi eins og fyrr hafi komið fram, þá hafi það komið honum fyrir sjónir að það hafi verið Jón Ásgeir sem hafi ráðið för í rekstri og ákvarðanatöku félagsins".
Svo velti ég því fyrir mér hvort þetta geti verið sami Helgi Jóhannesson og var lögmaður Jóns Ásgeirs í málsókn hans á hendur mér í Bandaríkjunum þar sem m.a. krafist var að eignaréttur Jóns Ásgeirs á bátnum fræga, væri viðurkenndur með dómi (sem Jón Ásgeir harðneitar að eiga fyrir íslenskum dómstólum) ?
Ég get ekki stillt mig um að spyrja lögmenn Mörkinni, sem hafa haldið utan um málsvörn Baugsmanna eftirfarandi þar sem þeir hafa auðvitað aðgang að öllum gögnum málsins líkt og ég.
Ég hvet einnig alla til að lesa kaflann merktur "Leynifélagið Fjárfar" hér á síðunni.
Það er einnig hægt að smella á rauðletruðu orðin til að sjá viðkomandi skjöl.
Hvernig skýrið þið, ágætu lögmenn, að þegar starfsmaður KB Banka, Hannes Hrólfsson, sendir póst til Jóns Ásgeirs þann 22. mars 2000 vegna fjárvörslusamnings Fjárfars, lánssamning Fjárfars ehf. sem og sjálfskuldaábyrgð Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs á skuldum Fjárfars ehf. þá svarar Jón Ásgeir honum með þessum orðum :
"Sendu mér skjölin, Jón Ásgeir".
Ef Jón Ásgeir er ekki forsvarsmaður Fjárfars ehf., af hverju hefur KB banki samband við hann og enn forvitnilegra, af hverju fyrirskipar Jón Ásgeir bankanum að senda sér skjölin sem eðlilega ættu að fara til þeirra sem stjórna leynifélaginu Fjárfar ehf. ?
Af hverju tekur eiginkona Jóns Ásgeirs, Ingibjörg Pálmadóttir á sig sjálfsskuldarábyrgð uppá hundruði milljóna króna vegna Fjárfars ehf.?
Hver bað hana um slíka ábyrgð og fyrir hvern myndi hún veita slíka ábyrgð ?
Af hverju voru eignir Gaums ehf. sem er í 100% eigu Jóns Ásgeirs notaðar til tryggingar skuldum Fjárfars ehf. ef hann hvorki stjórnaði félaginu eða átti meirihlutann í því?
Ríkislögreglustjóri sendir bréf til Baugs 22.apríl 2003 þar sem óskað var eftir að "upplýst verði hvort og þá hvaða tryggingar voru/hafa verið lagðar fram vegna skulda Fjárfars ehf. við Baug" sem voru verulegar.
Daginn eftir þ.e. 23. apríl 2003 sendir Jón Ásgeir systur sinni Kristínu tölvupóst (pósturinn fannst í tölvu Krístinar) sem var svohljóðandi:
"Ath.neðangreint kom frá RLS í dag. Ég tel að við beitum okkur fyrir því að F skuldin verði greidd við Baug. Tel að við eigum að selja Baugi Group Smáralind. Ganga frá þessu í næstu viku...Kv. JAJ"
Ég spyr:
Er það mögulegt að "F" standi fyrir Fjárfar ehf. ?
Af hverju er skjólstæðingur ykkar, Jón Ásgeir, að skipta sér af skuldum Fjárfars ehf. við Baug ehf. ef hann er ekki forsvarsmaður félagsins ?
Jón Ásgeir er einnig spurður hvers vegna ekki var farið "að beita sér" fyrir því að skuldin yrði greidd fyrr en að þessi fyrirspurn kom frá RLS. Jóni Ásgeiri er bent á af lögreglu að þegar RLS sendir þetta bréf er skuld Fjárfars við almenningshlutafélagið Baug orðin meira en 2 ára gömul.
Jón Ásgeir segir að skuldin hafi að lokum verið greidd og því ekkert vandamál með það, menn hafi ekki haft neinar áhyggjur af þessari skuld.
Í stuttu máli:
"X" sem stjórnaði Fjárfar ehf. fékk hundruðir milljóna að láni frá almenningshlutafélaginu Baug hf. og eins og fram hefur komið var það forstjóri Baugs, Jón Ásgeir, sem samþykkti allar þessar lánveitingar persónulega og hafði hann ekki áhyggjur af tryggingum vegna lánanna og rukkaði ekki heldur neina vexti.
"X" sem átti og stjórnaði Fjárfar ehf. hagnaðist því gríðarlega í kjölfar þessara lána og eignaðist verulegt magn hlutabréfa í almenningshlutafélaginu Baug hf.
Af hverju vísa ALLIR sem tengjast félaginu fjárfar ehf. og báru vitni í málinu á skjólstæðing ykkar, Jón Ásgeir, sem eiganda og stjórnanda Fjárfars ehf. og hvernig skýrið þið að öll skjöl, póstar og gögn benda á Jón Ásgeir sem eiganda og stjórnanda Fjárfars ehf. ?
Eru allir að ljúga og öll gögn fölsuð í málinu ?
Er Helgi Jóhannesson lögmaður, að segja ósatt þegar hann lýsir því í framburði sínum, að systir Jóns Ásgeirs, Krístin Jóhannesdóttir, hafi beðið hann um að taka við starfinu hjá Fjárfar ehf. ?
Hver bað Krístinu að ráða Helga sem "forsvarsmann" Fjárfars ehf. ?
Hvernig skýrið þið ágætu lögmenn, að Helgi Jóhannesson var látin undirrita skriflegan samning við Gaum ehf. þess efnis að hann mætti einungis framkvæma þá gerninga í nafni Fjárfars sem Gaumur fól honum, þ.e. að Gaumur ehf. kæmi fram fyrir hönd hluthafa Fjárfars ehf. ?
Er Gaumur ekki í 100% eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ?
Framburður Helga Jóhannessonar
Er Krístin Jóhannesdóttir,framkvæmdastjóri Gaums ehf. og systir Jóns Ásgeirs, að segja ósatt þegar hún lýsir því í framburði sínum að hún hafi fengið allar fyrirskipanir varðandi Fjárfar ehf. frá bróður sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og komið þeim fyrirskipunum síðan áleiðis til Helga Jóhannessonar stjórnarformanns Fjárfars ehf. (sem hún átti þátt í að ráða að félaginu Fjárfar ehf.) ?
Framburður Kristínar Jóhannesdóttur
Þann 7. júlí 2004 skrifar Einar Þór Sverrisson bréf til ríkislögreglustjóra og titlar sig sem lögmann Fjárfars ehf. og neitar að afhenda bókhald Fjárfars ehf. til lögreglunnar.
Er þetta sami Einar Þór Sverrisson, og situr í stjórn Baugs ehf. ?
Er þetta sami Einar Þór Sverrisson og var viðstaddur steggjapartý Jóns Ásgeirs í London á sl. ári þar sem einungis "innvígðum og innmúruðum" Baugsmönnum var boðið?
Er þetta sami Einar Þór Sverrisson og var verjandi Jóhannesar Jónssonar, föður Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu ?
Er þetta sami Einar Þór Sverrisson og hefur sinnt fjölmörgum lögmannsstörfum fyrir fyrirtæki Jóns Ásgeirs og m.a. varið fyrirtæki hans af hörku gegn Samkeppniseftirlitinu?
Er þetta sami Einar Þór Sverrisson og er starfsmaður þeirrar lögmannsstofu sem ritaði greinargerð til Hæstaréttar þar sem því er lýst að það sé fráleitt að halda því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson, hafi verið forsvarsmaður Fjárfars ehf. (sjá að ofan) ?
Er þetta sami Einar Þór Sverrisson og situr í stjórn Baugsfyrirtækisins Teymi hf.?
Er þetta sami Einar Þór Sverrisson og er lögmaður Baugsfyrirtækisins 365 miðlar ?
Hver bað verjenda föður Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu, Einar Þór Sverrisson hrl., að sjá um lögmannsstörf fyrir Fjárfar ehf.?
Af hverju mátti lögreglan ekki fá aðgang að bókhaldi Fjárfars ehf. ?
Um tíma starfaði sem stjórnarformaður Fjárfars ehf. maður að nafni Jóhannes Jónsson. Er þetta faðir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða alnafni ?
Hver bað Jóhannes að taka að sér stjórnarformennsku Fjárfars ehf. ?
Hverra hagsmuna var hann að gæta ?
Hvernig skýrið þið, háttvirtu lögmenn, að Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Fjárfars frá árslokum 1999 til byrjunar árs 2002 sagði fyrir dómi að í ljós hefði komið að raunverulegur eigandi hluta þess hlutafjár sem Fjárfar var skráð fyrir hefði verið Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, og talsverð vinna hefði farið í að aðskilja þau bréf frá raunverulegum eignum Fjárfars ?
Hvernig skýrið þið, háttvirtu lögmenn, að í ársreikningi Fjárfars fyrir árið 1999 kemur fram að í árslok 1999 hafi eigandi yfir 90% hlutafjár í Fjárfari verið Helga Gísladóttir, sem átti 10-11 verslanakeðjuna til ársins 1999 ásamt eiginmanni sínum.
Helga Gísladóttir sagði fyrir dómi ekki skilja hvers vegna hún hefði verið sögð eiga yfir 90% hlut í Fjárfari, hún hafi aldrei átt hlut í félaginu.
Eiríkur, eiginmaður hennar, sagði fyrir dómi að í árslok 2000 hefðu þau gert Jóni Ásgeiri þann greiða að leyfa honum að skrá þau sem eigendur Fjárfars í um það bil þrjár vikur, en á máli hans mátti skilja að það hafi verið sýndargjörningur sbr. frétt Baugsmiðilsins www.visir.is.
Af hverju skrifar Tryggvi Jónsson póst til Jóns Ásgeirs 3. nóvember 2001 þar sem hann segir Fjárfar ehf. skulda 219 milljónir til Baugs og spyr jafnframt hvort ástæða sé að Fjárfar ehf. sé hluthafi í Tryggingarmiðstöðinni ?
Hvernig á Jón Ásgeir, sem segist ekki hafa verið forsvarsmaður félagsins og "..einungis átt örfá prósent" í félaginu sbr.framburður hans fyrir dómi, að vita þetta ?
Af hverju skrifar Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. bréf til endurskoðanda Baugs hf. þar sem hann skýrir skuld Fjárfars ehf. til Baugs uppá 219 milljónir sem og útskýrir hvernig þessi skuld verður greidd ?
Hvaðan fær Tryggvi Jónsson, hægri hönd Jóns Ásgeirs allar þessar upplýsingar um stöðu Fjárfars ehf. ? Hvernig veit Tryggvi hvernig Fjárfar ehf. hyggist greiða skuldir sínar ?
Hvaða einstaklingur lætur honum allar þessar upplýsingar í té ?
Að lokum langar mig að birta hér orðrétt hluta úr viðtali sem fram fór í Kastljósi Ríkisútvarpsins á milli Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns og Kristjáns Kristjánssonar fréttamanns í Kastljósi sjónvarpsins.
Þar sagði Gestur m.a.:
"...og niðurstaða héraðsdóms var sú, að hann (Jón Gerald Sullenberger) hefði ekki verið trúverðugt vitni um þau atriði, sem þar voru..."
Kristján: "Já einmitt, ég hérna, þetta er orð, sem þið hafið notað mjög mikið, að hann sé..."
Gestur: "Þetta er ekki orð, sem við höfum notað, þetta er hluti af dómnum."
Kristján: "Ég nefnilega fór yfir það í dag og það stendur hvergi í dómnum orðið ótrúverðugur eða trúverðugleiki dreginn í efa. Það stendur bara hvergi eða ég mundi vilja að þú sýndir mér það."
Gestur: "Ég verð að finna það á öðrum tíma."
Kristján: "Já einmitt, ég hérna, þetta er orð, sem þið hafið notað mjög mikið, að hann sé..."
Gestur: "Þetta er ekki orð, sem við höfum notað, þetta er hluti af dómnum."
Kristján: "Ég nefnilega fór yfir það í dag og það stendur hvergi í dómnum orðið ótrúverðugur eða trúverðugleiki dreginn í efa. Það stendur bara hvergi eða ég mundi vilja að þú sýndir mér það."
Gestur: "Ég verð að finna það á öðrum tíma."
Það skal upplýst hér og nú að Gestur Jónsson fann þetta aldrei enda aldrei sagt í dómsorði að ég hafi verið ótrúverðugt vitni.
Þetta hentaði hinsvegar afskaplega vel í málsvörninni enda Baugsmiðlarnir fljótir til og hafa ítrekað notað þetta í öllum fréttaflutningi sínum af málinu og ítrekað kallað mig "ótrúverðugt vitni að mati dómstóla".
Með hliðsjón af ofantöldu spyr ég hina háttvirtu verjendur Baugsmanna, Lögmenn Mörkinni, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavik:
Skiptir sannleikurinn engu máli lengur í lögmennsku ?
Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.