Margt hefur veriđ ritađ og rćtt um "THEE VIKING" bátana ţar sem helstu forystumenn íslensks viđskiptalífs komu reglulega ásamt Baugsmönnum til ađ slappa af, skemmta sér og semja um fyrirtćkjakaup sbr. kaflinn um "Árshátíđ ađstođarforstjóra".

Jón Ásgeir hefur alla tíđ harđneitađ ţví ađ eiga bátana og fullyrđir ađ bátarnir séu alfariđ mín persónulega eign.

Sannleikurinn er hinsvegar sá ađ ég var beđinn um ađ "fronta" eignarađildina ađ bátunum ţar sem Jón Ásgeir vildi ekki ađ eignarađild sín ađ lúxusbátunum spyrđist út og hvađ ţá ađ almenningshlutafélagiđ Baugur hf. sem var í eigu ţúsunda íslendinga og lífeyrissjóđa var ađ greiđa fyrir bátana.

Alveg eins og Jón Ásgeir vildi ekki ađ eignarađild sín ađ Fjárfar ehf. og Litla fasteignafélaginu ehf. spyrđist út (sjá kaflann um Fjárfar ehf.) og fékk hina ýmsu menn til ađ "fronta" ţau félög.

Jafnframt fullyrđir Jón Ásgeir ađ hann hafi lánađ mér tugi milljóna króna til ađ kaupa ţessar lúxussnekkjur og hann svo fengiđ ţessa báta lánađa hjá mér ţegar hann kom til Miami međ félögum sínum.

Til fróđleiks má nefna ađ ég rak á ţessum árum vöruhús sem var ađ velta rúmlega 100 milljón krónum íslenskum og illskiljanlegt hvernig ég átti ađ hafa efni á lúxusbátum sem kostuđu svipađa upphćđ !

Jón Ásgeir hefur ekki getađ ekki framvísađ neinum lánspappírum sem voru undirritađir vegna ţessara tugmilljóna lána sem ég átti ađ hafa fengiđ frá honum.

Lánin voru ţví vaxtalaus og án skilmála um afborganir !

Jón Ásgeir hefur ekki heldur framvísađ neinum tryggingum fyrir ţessum tugmilljóna lánum til mín. Lánin voru ţví án trygginga !

Einn umsvifamesti fjárfestir Íslands lánađi sem sagt einum af birgjum sínum tugi milljóna króna án trygginga,vaxtagreiđslna eđa afborgunarskilmála.

Fyrir dómi viđurkenndi Jón Ásgeir einnig ađ engar tilraunir hefđu veriđ gerđar til ađ innheimta ţessi svokölluđu "lán" fyrr en í lok árs 2002, EFTIR ađ rannsókn málsins var hafinn. Ţá allt í einu höfđađi Gaumur - eitt af mörgum - dómsmálum á hendur mér í Bandaríkjunum til ađ fá ţessi "lán" endurgreidd.

Ţegar Tryggvi Jónsson var handtekinn í upphafi Baugsmálsins sagđi hann m.a. í yfirheyrslu:

"Tryggvi kveđst telja ađ áriđ 1996 eđa 1997 hafi kviknađ hjá ţeim Jóni Ásgeir og Jón Gerald sú hugmynd ađ kaupa bát á Flórída sem ţeir hafi ćtlađ ađ eiga saman sem persónulega eign. Jón Ásgeir hafi sagt sér frá ţví ađ hann ásamt Jóhannesi Jónssyni hafi lagt fram fjármuni, ađ hann minni um 20 milljónir króna vegna kaupa á bátnum og Jón Gerald lagt fram fjármuni á móti. Ţannig kveđst Tryggvi halda ađ ţeir feđgar hafi átt ađ eiga helmingshlut í bátnum á móti Jóni Geraldi.Tryggvi kveđst einnig vita til ţess ađ Jón Gerald hafi stofnađ fyrirtćki utan um rekstur bátsins og hafi ţađ fyrirtćki veriđ í hans eigu".

Ţessi framburđur ţáverandi ađstođarforstjóra almenningshlutafélagsins Baugs hf., Tryggva Jónssonar, sem vann ötullega ađ ţessum bátamálum viđ hliđ Jóns Ásgeirs er í algjörri andstöđu viđ framburđ Jóns Ásgeirs en í fullu samrćmi viđ framburđ míns fyrir dómi !

Framburđur Tryggva Jónssonar

Ţessar lúxussnekkjur voru á Miami, Flórída og Gaumur, einkahlutafélag JAJ borgađi reglulega af til árin 1997- 1999 vegna afborgana á lánum og fasts rekstrarkostnađar bátanna Viking 1 og 2. Ţessar greiđslur voru stađfestar fyrir dómi.

Áriđ 1999 hćttir Gaumur ađ greiđa en Tryggvi Jónsson, ţáverandi ađstođarforstjóri Baugs bađ mig ţá ađ senda reikningana til almenningshlutafélagsins Baugs međ textanum "Contract fee for retail services, commissions, finders fee and consulting work" fyrst ađ fjárhćđ 8.000 usd per mánuđ en svo 12.000 usd per mánuđ.

Allir ţessir reikningar voru samţykktir til greiđslu frá almenningsfélaginu Baug af Tryggva Jónssyni.

Málsvörn Jóns Ásgeirs í bátamálunum er einföld eins og fyrr segir. Hann fullyrđir ađ ég hafi átt ţessa báta algerlega einn.

Skjöl og eigendasaga bátanna eru öll á mínu nafni enda hefur ţađ alltaf legiđ fyrir í málinu ađ ég kom fram sem eigandi bátanna út á viđ.

Baugur hf. greiddi aldrei reikninga frá New viking inc. sem var félag sem stofnađ var utan um bátana heldur eingöngu reikninga frá Nordica vöruhúsi sem Baugur var í viđskiptum viđ enda hefđi reikningur frá New Viking inc. hringt bjöllum hjá bókhaldsdeild Baugs ţar sem Baugur var ekki í viđskiptum viđ ţađ félag.

Reikningar frá Nordica hinsvegar myndu sleppa í gegn ţar sem Nordica var í viđskiptum viđ Baug og ekki síst ţegar einn ćđsti mađur fyrirtćkisins, Tryggvi Jónsson samţykkti alla reikningana til greiđslu.

Skýringar á ţessum 12.000 dollara (tćplega 1 milljón ISK) greiđslum per mánuđ til mín af hálfu Baugsmanna fyrir dómstólum voru "styrkur ţar sem vöruhús Sullenbergers gekk illa" en ţeir segja m.a. í framburđi sínum ađ ţeir hafi taliđ skyldu sína ađ ađstođa mig í ţeim erfiđleikum sem ađ mér steđjuđu vegna drćmrar sölu í verslunum ţeirra.

Hvorki stjórn almenningshlutafélagins Baugs, yfirmenn matvörusviđs, endurskođendur eđa fjármáladeild Baugs hf. vissi um ţessar svokölluđu styrkveitingar til míns, sem eins af vörubirgjum Baugs hf.

Lítum núna á nokkra pósta sem finnast í tölvu Tryggva Jónssonar viđ handtöku hans í upphafi Baugsmálsins:

8.januar 2000 sendir ađstođarforstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, eftirfarandi tölvupóst til mín:
"Sćll,
ég fékk frá ţér 2 reikninga í faxi í gćr. Annar var á mig vegna ferđakostnađar og hefur ţegar veriđ sendur til greiđslu. Hinn er stílađur á Jón Ásgeir og er vegna bankakostnađar, lögfrćđiţjónustu o.fl. Tengist ţađ Thee Viking ? Ef svo er, ţá minni ég ţig á ađ ţegar viđ hittumst síđast ţá lét ég ţig fá memo ţar sem m.a. kom fram ađ framvegis ćttiru ađ senda mér reikning, sem stílađur vćri á Baug, textinn á reikningnum kom fram á blađinu (Ţ.e. consulting work, finders fee, commissions etc.). Ef ţetta er reikningur vegna Vikingsins, sendu mér ţá nýjan međ ţessu formi. Kveđja, Tryggvi."


Ég spyr:
Af hverju átti ég ađ senda nýjan reikning - stílađan á almenningshlutafélagiđ Baug hf. - međ texta sem Tryggvi hafđi sett saman og af hverju er sérstaklega tekiđ fram af hálfu Tryggva "tengist ţetta THEE Viking" ?

Ţann 30.nóvember 2000 sendir Jón Ásgeir eftirfarandi tölvupóst til mín og Tryggva Jónssonar:
"Eftir heimsókn í bátinn og eftir samtöl viđ Brian er ljóst ađ ţađ ástand sem er í dag í ţessum málum getur ekki gengiđ. Báturinn er notađur um 6 vikur á ári og sá kostnađur sem viđ erum ađ greiđa á ári er um 7 milljónir miđađ viđ gengi í nóv ţannig ađ vikan kostar um milljón sem er brjálćđi, viđhald sem ekki hefur veriđ fariđ í og er nauđsynlegt er fariđ ađ nálgast 9000 usd.

Í raun er tvennt í stöđunni ađ mínu mati, ađ selja skipiđ eđa koma ţví í daglegan rekstur ţar sem ţađ yrđi leigt út ađ minnsta kosti 12 vikur á ári og bátnum yrđi viđhaldiđ 100%, ađ vísu munu vélar verđa keyrđar meira á ári sem mun hafa einhver áhrif á endursöluverđ en almennt er taliđ ađ jöfn notkun sé best fyrir bátinn. Ţá yrđi báturinn geymdur í annarri höfn ţar sem Miami Marina er mjög dýr.

Ég setti á blađ útreikning á ţessu tvennu (Excel skjal fylgir póstinum.

Annađ sem verđur ađ klára fyrir áramót, ţađ er ađ ganga frá skráningu á bátnum yfir á annađ félag, jón hér stendur uppá ţig ţar sem mér ţykir vćnlegra ađ halda í skipiđ og reyna ađ leigja ţađ út. Var litli báturinn sem er aftan á seldur, fór sá peningur í rekstur eđa afborgun ?? Verđmat á bátnum í dag er milljón USD.

Jón Ásgeir"


Ég spyr:
Af hverju er Jón Ásgeir ađ hafa áhyggjur af ţví hversu mikiđ báturinn er notađur ?

Af hverju er Jón Ásgeir ađ hafa áhyggjur af ţví hversu mikill rekstrarkostnađur bátsins er ?

Af hverju er Jón Ásgeir ađ leggja til ađ selja bátinn eđa leigja hann út til ađ minnka útgjöld ?

Er báturinn ekki alfariđ í minni eigu skv. eiđsvörnum framburđi Jóns Ásgeirs ţar sem hann "lánađi" mér alla peningana til ađ kaupa hann alfariđ fyrir mig og mína fjölskyldu ?

31.10.2000 sendir Krístin Jóhannsdóttir (systir Jóns Asgeirs) ţennan póst til mín ađ auki vegna bátanna:
"Sćll.
Ég hef ekkert fengid frá ţér vegna visa reikninga. Reikningur sem er til greiđslu nú um mánađarmótin er um 195.000 krónur. Ég átta mig ekki ţessum kostnađi ţar sem ţú fćrđ 12.000 USD á mánuđi frá tryggva til greiđslu á bátakostnađi. Ég er ađ greiđa um ţađ bil 2.4 milljónir á ári í VISA reikninga v/báts. Ég vil fá skýringar á ţessu sundurliđanir á kostnađi (afborganir, viđhald, kostnađur v/bátakostnađar), allt sem viđkemur ţessum bát. Viđ skulum fá ţetta á hreint. Kveđja Krístin."


Ég spyr:
Af hverju er systir Jóns Ásgeirs, Krístin Jóhannesdóttir sem er einnig framkvćmdarstjóri Gaums ehf. sem er í 100% eigu Jóns Ásgeirs, ađ skipta sér af kostnađi vegna bátanna ? Ef Gaumur "lánađi" mér ţessa peninga eins og Jón Ásgeir heldur fram í rétttarsölum, er ţessi kostnađur ekki alfariđ mitt einkamál ?

13.05.2002 sendi ég eftirfarandi tölvupóst til Tryggva Jónssonar:
"Sćll tryggvi, báturinn var ađ koma úr slipp. Ţetta er ţađ árlega sem ţarf ađ gera og er ţetta total 16.808 usd, hvernig viltu ađ ég sendi reikninginn?"


Tryggvi svarar sama dag:
"Var ekki gert ráđ fyrir ţessu í 12.000 USD fjárhćđinni ? Ég hélt ađ ţegar viđ vorum ađ ákveđa ţá fjárhćđ ađ ţá hefđum viđ tekiđ allan rekstrarkostnađ međ, ţar međ taliđ ţetta. er ţetta misskilningur hjá mér ?"


Ég spyr:
Af hverju er ađstođarforstjóri Baugs hf., Tryggvi Jónsson, ađ blanda sér í kostnađ á slipp o.fl. sem tengist bátnum ? Hvernig ber ađ skilja orđ ađstođarforstjóra almenningshlutafélagsins Baugs hf. "...var ekki gert ráđ fyrir ţessu í 12.000 USD upphćđinni? "

Í tölvu Tryggva Jónssonar fannst einnig eftirfarandi skjal viđ leit lögreglu:

1.
"Láta lögfrćđing Í Delaware útbúa afsal á 70% eignarhluta í Thee Viking til Miramar á bahamas. Í samningnum ţarf ađ koma fram ađ komi til sölu á skipinu og verđi söluverđ undir bókfćrđu verđi ţ.e. 1.127.497 USD ađ viđbćttum ca. 50 ţús dollara ţóknun til JGS og skiptist sölutapiđ í hlutfalli viđ eignarhluta

2.
Árlega skal yfirfara greiđslur vegna Thee Viking og meta hvort ástćđa sé til ađ breyta eignarhlutföllum.Skal ţađ gert í janúar-febrúar ár hvert og miđast breytingar viđ almanaksáriđ.Ţannig skal í janúar-febrúar 2001 meta hvort greiđslur á árinu 2000 gefi tilefni til breytinga á eignarhlutdeild sem tćki ţá gildi 1.janúar 2001.

3.
Stofna skal sérstakan bankareikning í nafni Thee Viking. kreditkort á ţann reikning skal vera í höndum JGS. Mánađarlega greiđir B/G 7.000 USD inná reikninginn og JGS 3.000 USD (Miđađ viđ ađ eignarhlutfall JGS sé 30%). Á reikningi til B/G skal standa "contract fee for retail services, commissions, finders fee and consulting work".


Ég spyr:
Af hverju er ađstođarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. ađ skipuleggja ađ 70% eignarađild ađ bátnum THEE Viking skuli fćrđur til skattaparadísinnar Bahamas til félags sem heitir "Miramar" sem Baugsmenn viđurkenndu í yfirheyrslu sinni ađ hafa stofnađ (ţeir flugu sérstaklega til Bahamas og hittu KPMG ţar eins og kom fram í yfirheyrslum).

Af hverju er ađstođarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. ađ skipuleggja athugun á greiđslum og leggja til ađ athugađ verđi reglulega hvort breyta ţurfi eigendahlutföllum á bátnum ? Er báturinn ekki í 100% minni eign sbr. eiđsvarinn framburđur ţeirra fyrir dómstólum ?

Af hverju er ađstođarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. ađ leggja til ađ stofnađur verđi sérstakur bankareikningur í nafni Thee Viking og fyrir hvađ stendur B/G sem á ađ greiđa 7.000 USD inná ţann reikning vegna bátsins ?

Getur veriđ ađ B/G standi fyrir "Baugur Group" ? Og hvernig ber manni ađ skilja setninguna "..miđađ viđ ađ eignarhlutfall JGS sé 30%" ? Getur veriđ ađ JGS standi fyrir Jón Gerald Sullenberger enda passar ţetta allt saman viđ minn framburđ, ţ.e. ađ ég átti mikinn minnihluta í bátunum og "frontađi" eignarađildina ađ ţeirra ósk.

Ég vek svo sérstaka athygli á liđ.3 ţar sem Tryggvi Jónsson, skrifar textann frćga sem ég átti ađ nota ţegar ég sendi reikninga sem almenningshlutafélagiđ Baugur svo greiddi árum saman og peningana notađi ég til ađ greiđa fyrir bátana og rekstur ţeirra.

Í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendir á Tryggva Jónsson 4. janúar 2001 skrifar Jón Ásgeir orđrétt:
"Ég talađi viđ Big Joe í gćr, hann kannađist ekki viđ ađ hann hefđi lofađ ađ hann fengi 30% hlut. Okkar tillaga er ţessi: Hann fćr 20/hlut, 50% í hagnađi frá 1127 ţús USD. Hann borgar 20% í kostnađi. Ađ auki lánum viđ honum 7.5 milljónir í hagnađ í Nýbrauđ á 7% vöxtum, Međ ţessu teljum viđ hafa komiđ mikiđ til móts viđ hann, hann má ekki gleyma ađ ţetta bátamál hefur ekki veriđ eintómt puđ fyrir hann ţví ćtluđ notkun á bátnum sé 80% hann og 20% viđ.
Í sáttahug".

Ég spyr:
Segir ţessi póstur í raun ekki allt sem segja ţarf varđandi hver greiddi afborganir og kostnađ vegna bátanna ? Hvađ ţýđir setningin "Hann borgar 20% í kostnađi" ?

Í stuttu máli:
Ef bátarnir eru séreign míns eins og haldiđ var fram í hérađsdómi af hálfu lögmanna Baugs, hvernig er hćgt ađ skýra alla ţessa pósta um eignarskiptingu, gagnrýni á rekstrarkostnađ bátana, reikninga sem senda skal til Baugs, eignafćrslu til Bahamas, o.sv.frv. ?

Hvernig kemur ţetta heim og saman viđ ţćr fullyrđingar Baugsmanna sem standa eiđsvarnir í réttarsal og fullyrđa ađ ţeir eigi ekkert í bátunum (alls voru keyptir 3 bátar) ?

Einnig er rétt ađ taka fram ađ fjölmargir áhrifamenn í íslensku viđskiptalífi stađfestu fyrir dómi ađ hafa fengiđ bođ um bátsferđ af hálfu Baugsmanna.

Fjölmargar hópferđir voru farnar s.s. saumaklúbba- , vinnu-, maka-, ćskuvina- og ađstođarforstjóraferđir og ferđir međ framkvćmdastjórum Bónus.

Ţá greindu nánir vinir Jóns Ásgeirs frá ţví ađ ţeir hefđu komiđ allt ađ 6-10 sinnum hver á Thee Viking.

Ţrátt fyrir ţađ byggist vörn Jóns Ásgeirs á ţví ađ ég hafi stađiđ algerlega einn ađ öllum rekstri og viđhaldi bátsins !

Siđan er athyglisvert ađ lesa framburđ Jóhannesar Jóhannessonar, fađir Jóns Ásgeirs varđandi ţessa lúxusbáta:

Framburđur Jóhannesar Jóhannsonar

Framburđur stjórnarmanna almenningshlutafélagsins Baugs eru einnig athyglisverđir en allir stjórnarmennirnir fullyrđa ađ ţeir hafi aldrei rćtt um neina styrkveitingu til eins af birgjum Baugs í Bandaríkjunum uppá tugi milljóna króna árum saman en óneitanlega hefđi stjórnin ţurft ađ samţykkja slíkar greiđslur sem stćrsta almenningshlutafélag Íslands var ađ greiđa hvern mánuđ.

Framburđur Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Baugs
Framburđur Guđfinnu Bjarnadóttur, stjórnarmanns Baugs
Framburđur Hreins Loftssonar, stjórnarmanns Baugs
Framburđur Ţorgeirs Baldurssonar í Odda

Framburđur Krístinar Jóhannesdóttur er einnig býsna fróđleg lesning ţar sem hún kannast ekki viđ flesta póstana sem voru sendir frá hennar tölvu varđandi bátana og getur ţví ekki skýrt efni ţeirra á neinn máta (skyndilegt minnisleysi kom nefnilega fram hjá öllum Baugsmönnum varđandi óţćgilega tölvupósta).

Framburđur Krístinar Jóhannesdóttur

Til ađ lesa svo allsherjar samantekt á ţeim póstum sem sendir voru milli Baugsmanna og mín varđandi ţessa lúxusbáta á Miami er best ađ smella hér en ţetta ćtti ađ sannfćra hörđustu efasemdarmenn hverjir áttu bátana og hvernig almenningshlutafélagiđ Baugur greiddi allan kostnađ og rekstur ţeirra.

Samantekt úr tölvupóstum sem varđa greiđslur vegna afborgana og rekstrar báta í Miami.

(Skammstafanir í póstum: TJ:Tryggvi Jónsson, JGS: Jon Gerald Sullenberger, JAJ: Jón Ásgeir Jóhannesson, KJ: Krístin Jóhannesdóttir)

Einnig bendi ég á framburđ Tryggva Jónssonar í kaflanum "Framburđir Baugsmanna" um ţessi bátamál en talsvert af gögnum má finna í ţeim kafla sem eru í algerri ţversögn viđ framburđi Baugsmanna fyrir dómstólum.

Af hverju dómstólar sjá ţetta ekki er mér hulinn ráđgáta, líkt og međ flest annađ sem viđkemur ţessu máli.

Menn virđast bara ekki vilja sjá ţetta.

Réttarhöldin í USA varđandi bátana
(Hinn frćgi gleđikonureikningur kemur hér fram í réttarhaldinu)
Mér ţćtti vćnt um ađ heyra ţitt álit eftir lesturinn og hvet ţig til ađ skrifa í gestabókina.