Hver átti bátana á Miami?
Margt hefur verið ritað og rætt um "THEE VIKING" bátana þar sem helstu forystumenn íslensks viðskiptalífs komu reglulega ásamt Baugsmönnum til að slappa af, skemmta sér og semja um fyrirtækjakaup sbr. kaflinn um "Árshátíð aðstoðarforstjóra".Jón Ásgeir hefur alla tíð harðneitað því að eiga bátana og fullyrðir að bátarnir séu alfarið mín persónulega eign.
Sannleikurinn er hinsvegar sá að ég var beðinn um að "fronta" eignaraðildina að bátunum þar sem Jón Ásgeir vildi ekki að eignaraðild sín að lúxusbátunum spyrðist út og hvað þá að almenningshlutafélagið Baugur hf. sem var í eigu þúsunda íslendinga og lífeyrissjóða var að greiða fyrir bátana.
Alveg eins og Jón Ásgeir vildi ekki að eignaraðild sín að Fjárfar ehf. og Litla fasteignafélaginu ehf. spyrðist út (sjá kaflann um Fjárfar ehf.) og fékk hina ýmsu menn til að "fronta" þau félög.
Jafnframt fullyrðir Jón Ásgeir að hann hafi lánað mér tugi milljóna króna til að kaupa þessar lúxussnekkjur og hann svo fengið þessa báta lánaða hjá mér þegar hann kom til Miami með félögum sínum.
Til fróðleiks má nefna að ég rak á þessum árum vöruhús sem var að velta rúmlega 100 milljón krónum íslenskum og illskiljanlegt hvernig ég átti að hafa efni á lúxusbátum sem kostuðu svipaða upphæð !
Jón Ásgeir hefur ekki getað ekki framvísað neinum lánspappírum sem voru undirritaðir vegna þessara tugmilljóna lána sem ég átti að hafa fengið frá honum.
Lánin voru því vaxtalaus og án skilmála um afborganir !
Jón Ásgeir hefur ekki heldur framvísað neinum tryggingum fyrir þessum tugmilljóna lánum til mín. Lánin voru því án trygginga !
Einn umsvifamesti fjárfestir Íslands lánaði sem sagt einum af birgjum sínum tugi milljóna króna án trygginga,vaxtagreiðslna eða afborgunarskilmála.
Fyrir dómi viðurkenndi Jón Ásgeir einnig að engar tilraunir hefðu verið gerðar til að innheimta þessi svokölluðu "lán" fyrr en í lok árs 2002, EFTIR að rannsókn málsins var hafinn. Þá allt í einu höfðaði Gaumur - eitt af mörgum - dómsmálum á hendur mér í Bandaríkjunum til að fá þessi "lán" endurgreidd.
Þegar Tryggvi Jónsson var handtekinn í upphafi Baugsmálsins sagði hann m.a. í yfirheyrslu:
"Tryggvi kveðst telja að árið 1996 eða 1997 hafi kviknað hjá þeim Jóni Ásgeir og Jón Gerald sú hugmynd að kaupa bát á Flórída sem þeir hafi ætlað að eiga saman sem persónulega eign. Jón Ásgeir hafi sagt sér frá því að hann ásamt Jóhannesi Jónssyni hafi lagt fram fjármuni, að hann minni um 20 milljónir króna vegna kaupa á bátnum og Jón Gerald lagt fram fjármuni á móti. Þannig kveðst Tryggvi halda að þeir feðgar hafi átt að eiga helmingshlut í bátnum á móti Jóni Geraldi.Tryggvi kveðst einnig vita til þess að Jón Gerald hafi stofnað fyrirtæki utan um rekstur bátsins og hafi það fyrirtæki verið í hans eigu".
Þessi framburður þáverandi aðstoðarforstjóra almenningshlutafélagsins Baugs hf., Tryggva Jónssonar, sem vann ötullega að þessum bátamálum við hlið Jóns Ásgeirs er í algjörri andstöðu við framburð Jóns Ásgeirs en í fullu samræmi við framburð míns fyrir dómi !
Framburður Tryggva Jónssonar
Þessar lúxussnekkjur voru á Miami, Flórída og Gaumur, einkahlutafélag JAJ borgaði reglulega af til árin 1997- 1999 vegna afborgana á lánum og fasts rekstrarkostnaðar bátanna Viking 1 og 2. Þessar greiðslur voru staðfestar fyrir dómi.
Árið 1999 hættir Gaumur að greiða en Tryggvi Jónsson, þáverandi aðstoðarforstjóri Baugs bað mig þá að senda reikningana til almenningshlutafélagsins Baugs með textanum "Contract fee for retail services, commissions, finders fee and consulting work" fyrst að fjárhæð 8.000 usd per mánuð en svo 12.000 usd per mánuð.
Allir þessir reikningar voru samþykktir til greiðslu frá almenningsfélaginu Baug af Tryggva Jónssyni.
Málsvörn Jóns Ásgeirs í bátamálunum er einföld eins og fyrr segir. Hann fullyrðir að ég hafi átt þessa báta algerlega einn.
Skjöl og eigendasaga bátanna eru öll á mínu nafni enda hefur það alltaf legið fyrir í málinu að ég kom fram sem eigandi bátanna út á við.
Baugur hf. greiddi aldrei reikninga frá New viking inc. sem var félag sem stofnað var utan um bátana heldur eingöngu reikninga frá Nordica vöruhúsi sem Baugur var í viðskiptum við enda hefði reikningur frá New Viking inc. hringt bjöllum hjá bókhaldsdeild Baugs þar sem Baugur var ekki í viðskiptum við það félag.
Reikningar frá Nordica hinsvegar myndu sleppa í gegn þar sem Nordica var í viðskiptum við Baug og ekki síst þegar einn æðsti maður fyrirtækisins, Tryggvi Jónsson samþykkti alla reikningana til greiðslu.
Skýringar á þessum 12.000 dollara (tæplega 1 milljón ISK) greiðslum per mánuð til mín af hálfu Baugsmanna fyrir dómstólum voru "styrkur þar sem vöruhús Sullenbergers gekk illa" en þeir segja m.a. í framburði sínum að þeir hafi talið skyldu sína að aðstoða mig í þeim erfiðleikum sem að mér steðjuðu vegna dræmrar sölu í verslunum þeirra.
Hvorki stjórn almenningshlutafélagins Baugs, yfirmenn matvörusviðs, endurskoðendur eða fjármáladeild Baugs hf. vissi um þessar svokölluðu styrkveitingar til míns, sem eins af vörubirgjum Baugs hf.
Lítum núna á nokkra pósta sem finnast í tölvu Tryggva Jónssonar við handtöku hans í upphafi Baugsmálsins:
8.januar 2000 sendir aðstoðarforstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, eftirfarandi tölvupóst til mín:
"Sæll,
ég fékk frá þér 2 reikninga í faxi í gær. Annar var á mig vegna ferðakostnaðar og hefur þegar verið sendur til greiðslu. Hinn er stílaður á Jón Ásgeir og er vegna bankakostnaðar, lögfræðiþjónustu o.fl. Tengist það Thee Viking ? Ef svo er, þá minni ég þig á að þegar við hittumst síðast þá lét ég þig fá memo þar sem m.a. kom fram að framvegis ættiru að senda mér reikning, sem stílaður væri á Baug, textinn á reikningnum kom fram á blaðinu (Þ.e. consulting work, finders fee, commissions etc.). Ef þetta er reikningur vegna Vikingsins, sendu mér þá nýjan með þessu formi. Kveðja, Tryggvi."
ég fékk frá þér 2 reikninga í faxi í gær. Annar var á mig vegna ferðakostnaðar og hefur þegar verið sendur til greiðslu. Hinn er stílaður á Jón Ásgeir og er vegna bankakostnaðar, lögfræðiþjónustu o.fl. Tengist það Thee Viking ? Ef svo er, þá minni ég þig á að þegar við hittumst síðast þá lét ég þig fá memo þar sem m.a. kom fram að framvegis ættiru að senda mér reikning, sem stílaður væri á Baug, textinn á reikningnum kom fram á blaðinu (Þ.e. consulting work, finders fee, commissions etc.). Ef þetta er reikningur vegna Vikingsins, sendu mér þá nýjan með þessu formi. Kveðja, Tryggvi."
Ég spyr:
Af hverju átti ég að senda nýjan reikning - stílaðan á almenningshlutafélagið Baug hf. - með texta sem Tryggvi hafði sett saman og af hverju er sérstaklega tekið fram af hálfu Tryggva "tengist þetta THEE Viking" ?
Þann 30.nóvember 2000 sendir Jón Ásgeir eftirfarandi tölvupóst til mín og Tryggva Jónssonar:
"Eftir heimsókn í bátinn og eftir samtöl við Brian er ljóst að það ástand sem er í dag í þessum málum getur ekki gengið. Báturinn er notaður um 6 vikur á ári og sá kostnaður sem við erum að greiða á ári er um 7 milljónir miðað við gengi í nóv þannig að vikan kostar um milljón sem er brjálæði, viðhald sem ekki hefur verið farið í og er nauðsynlegt er farið að nálgast 9000 usd.
Í raun er tvennt í stöðunni að mínu mati, að selja skipið eða koma því í daglegan rekstur þar sem það yrði leigt út að minnsta kosti 12 vikur á ári og bátnum yrði viðhaldið 100%, að vísu munu vélar verða keyrðar meira á ári sem mun hafa einhver áhrif á endursöluverð en almennt er talið að jöfn notkun sé best fyrir bátinn. Þá yrði báturinn geymdur í annarri höfn þar sem Miami Marina er mjög dýr.
Ég setti á blað útreikning á þessu tvennu (Excel skjal fylgir póstinum.
Annað sem verður að klára fyrir áramót, það er að ganga frá skráningu á bátnum yfir á annað félag, jón hér stendur uppá þig þar sem mér þykir vænlegra að halda í skipið og reyna að leigja það út. Var litli báturinn sem er aftan á seldur, fór sá peningur í rekstur eða afborgun ?? Verðmat á bátnum í dag er milljón USD.
Jón Ásgeir"
Í raun er tvennt í stöðunni að mínu mati, að selja skipið eða koma því í daglegan rekstur þar sem það yrði leigt út að minnsta kosti 12 vikur á ári og bátnum yrði viðhaldið 100%, að vísu munu vélar verða keyrðar meira á ári sem mun hafa einhver áhrif á endursöluverð en almennt er talið að jöfn notkun sé best fyrir bátinn. Þá yrði báturinn geymdur í annarri höfn þar sem Miami Marina er mjög dýr.
Ég setti á blað útreikning á þessu tvennu (Excel skjal fylgir póstinum.
Annað sem verður að klára fyrir áramót, það er að ganga frá skráningu á bátnum yfir á annað félag, jón hér stendur uppá þig þar sem mér þykir vænlegra að halda í skipið og reyna að leigja það út. Var litli báturinn sem er aftan á seldur, fór sá peningur í rekstur eða afborgun ?? Verðmat á bátnum í dag er milljón USD.
Jón Ásgeir"
Ég spyr:
Af hverju er Jón Ásgeir að hafa áhyggjur af því hversu mikið báturinn er notaður ?
Af hverju er Jón Ásgeir að hafa áhyggjur af því hversu mikill rekstrarkostnaður bátsins er ?
Af hverju er Jón Ásgeir að leggja til að selja bátinn eða leigja hann út til að minnka útgjöld ?
Er báturinn ekki alfarið í minni eigu skv. eiðsvörnum framburði Jóns Ásgeirs þar sem hann "lánaði" mér alla peningana til að kaupa hann alfarið fyrir mig og mína fjölskyldu ?
31.10.2000 sendir Krístin Jóhannsdóttir (systir Jóns Asgeirs) þennan póst til mín að auki vegna bátanna:
"Sæll.
Ég hef ekkert fengid frá þér vegna visa reikninga. Reikningur sem er til greiðslu nú um mánaðarmótin er um 195.000 krónur. Ég átta mig ekki þessum kostnaði þar sem þú færð 12.000 USD á mánuði frá tryggva til greiðslu á bátakostnaði. Ég er að greiða um það bil 2.4 milljónir á ári í VISA reikninga v/báts. Ég vil fá skýringar á þessu sundurliðanir á kostnaði (afborganir, viðhald, kostnaður v/bátakostnaðar), allt sem viðkemur þessum bát. Við skulum fá þetta á hreint. Kveðja Krístin."
Ég hef ekkert fengid frá þér vegna visa reikninga. Reikningur sem er til greiðslu nú um mánaðarmótin er um 195.000 krónur. Ég átta mig ekki þessum kostnaði þar sem þú færð 12.000 USD á mánuði frá tryggva til greiðslu á bátakostnaði. Ég er að greiða um það bil 2.4 milljónir á ári í VISA reikninga v/báts. Ég vil fá skýringar á þessu sundurliðanir á kostnaði (afborganir, viðhald, kostnaður v/bátakostnaðar), allt sem viðkemur þessum bát. Við skulum fá þetta á hreint. Kveðja Krístin."
Ég spyr:
Af hverju er systir Jóns Ásgeirs, Krístin Jóhannesdóttir sem er einnig framkvæmdarstjóri Gaums ehf. sem er í 100% eigu Jóns Ásgeirs, að skipta sér af kostnaði vegna bátanna ? Ef Gaumur "lánaði" mér þessa peninga eins og Jón Ásgeir heldur fram í rétttarsölum, er þessi kostnaður ekki alfarið mitt einkamál ?
13.05.2002 sendi ég eftirfarandi tölvupóst til Tryggva Jónssonar:
"Sæll tryggvi, báturinn var að koma úr slipp. Þetta er það árlega sem þarf að gera og er þetta total 16.808 usd, hvernig viltu að ég sendi reikninginn?"
Tryggvi svarar sama dag:
"Var ekki gert ráð fyrir þessu í 12.000 USD fjárhæðinni ? Ég hélt að þegar við vorum að ákveða þá fjárhæð að þá hefðum við tekið allan rekstrarkostnað með, þar með talið þetta. er þetta misskilningur hjá mér ?"
Ég spyr:
Af hverju er aðstoðarforstjóri Baugs hf., Tryggvi Jónsson, að blanda sér í kostnað á slipp o.fl. sem tengist bátnum ? Hvernig ber að skilja orð aðstoðarforstjóra almenningshlutafélagsins Baugs hf. "...var ekki gert ráð fyrir þessu í 12.000 USD upphæðinni? "
Í tölvu Tryggva Jónssonar fannst einnig eftirfarandi skjal við leit lögreglu:
1.
"Láta lögfræðing Í Delaware útbúa afsal á 70% eignarhluta í Thee Viking til Miramar á bahamas. Í samningnum þarf að koma fram að komi til sölu á skipinu og verði söluverð undir bókfærðu verði þ.e. 1.127.497 USD að viðbættum ca. 50 þús dollara þóknun til JGS og skiptist sölutapið í hlutfalli við eignarhluta
2.
Árlega skal yfirfara greiðslur vegna Thee Viking og meta hvort ástæða sé til að breyta eignarhlutföllum.Skal það gert í janúar-febrúar ár hvert og miðast breytingar við almanaksárið.Þannig skal í janúar-febrúar 2001 meta hvort greiðslur á árinu 2000 gefi tilefni til breytinga á eignarhlutdeild sem tæki þá gildi 1.janúar 2001.
3.
Stofna skal sérstakan bankareikning í nafni Thee Viking. kreditkort á þann reikning skal vera í höndum JGS. Mánaðarlega greiðir B/G 7.000 USD inná reikninginn og JGS 3.000 USD (Miðað við að eignarhlutfall JGS sé 30%). Á reikningi til B/G skal standa "contract fee for retail services, commissions, finders fee and consulting work".
"Láta lögfræðing Í Delaware útbúa afsal á 70% eignarhluta í Thee Viking til Miramar á bahamas. Í samningnum þarf að koma fram að komi til sölu á skipinu og verði söluverð undir bókfærðu verði þ.e. 1.127.497 USD að viðbættum ca. 50 þús dollara þóknun til JGS og skiptist sölutapið í hlutfalli við eignarhluta
2.
Árlega skal yfirfara greiðslur vegna Thee Viking og meta hvort ástæða sé til að breyta eignarhlutföllum.Skal það gert í janúar-febrúar ár hvert og miðast breytingar við almanaksárið.Þannig skal í janúar-febrúar 2001 meta hvort greiðslur á árinu 2000 gefi tilefni til breytinga á eignarhlutdeild sem tæki þá gildi 1.janúar 2001.
3.
Stofna skal sérstakan bankareikning í nafni Thee Viking. kreditkort á þann reikning skal vera í höndum JGS. Mánaðarlega greiðir B/G 7.000 USD inná reikninginn og JGS 3.000 USD (Miðað við að eignarhlutfall JGS sé 30%). Á reikningi til B/G skal standa "contract fee for retail services, commissions, finders fee and consulting work".
Ég spyr:
Af hverju er aðstoðarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. að skipuleggja að 70% eignaraðild að bátnum THEE Viking skuli færður til skattaparadísinnar Bahamas til félags sem heitir "Miramar" sem Baugsmenn viðurkenndu í yfirheyrslu sinni að hafa stofnað (þeir flugu sérstaklega til Bahamas og hittu KPMG þar eins og kom fram í yfirheyrslum).
Af hverju er aðstoðarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. að skipuleggja athugun á greiðslum og leggja til að athugað verði reglulega hvort breyta þurfi eigendahlutföllum á bátnum ? Er báturinn ekki í 100% minni eign sbr. eiðsvarinn framburður þeirra fyrir dómstólum ?
Af hverju er aðstoðarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. að leggja til að stofnaður verði sérstakur bankareikningur í nafni Thee Viking og fyrir hvað stendur B/G sem á að greiða 7.000 USD inná þann reikning vegna bátsins ?
Getur verið að B/G standi fyrir "Baugur Group" ? Og hvernig ber manni að skilja setninguna "..miðað við að eignarhlutfall JGS sé 30%" ? Getur verið að JGS standi fyrir Jón Gerald Sullenberger enda passar þetta allt saman við minn framburð, þ.e. að ég átti mikinn minnihluta í bátunum og "frontaði" eignaraðildina að þeirra ósk.
Ég vek svo sérstaka athygli á lið.3 þar sem Tryggvi Jónsson, skrifar textann fræga sem ég átti að nota þegar ég sendi reikninga sem almenningshlutafélagið Baugur svo greiddi árum saman og peningana notaði ég til að greiða fyrir bátana og rekstur þeirra.
Í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendir á Tryggva Jónsson 4. janúar 2001 skrifar Jón Ásgeir orðrétt:
"Ég talaði við Big Joe í gær, hann kannaðist ekki við að hann hefði lofað að hann fengi 30% hlut. Okkar tillaga er þessi: Hann fær 20/hlut, 50% í hagnaði frá 1127 þús USD. Hann borgar 20% í kostnaði. Að auki lánum við honum 7.5 milljónir í hagnað í Nýbrauð á 7% vöxtum, Með þessu teljum við hafa komið mikið til móts við hann, hann má ekki gleyma að þetta bátamál hefur ekki verið eintómt puð fyrir hann því ætluð notkun á bátnum sé 80% hann og 20% við.
Í sáttahug".
Í sáttahug".
Ég spyr:
Segir þessi póstur í raun ekki allt sem segja þarf varðandi hver greiddi afborganir og kostnað vegna bátanna ? Hvað þýðir setningin "Hann borgar 20% í kostnaði" ?
Í stuttu máli:
Ef bátarnir eru séreign míns eins og haldið var fram í héraðsdómi af hálfu lögmanna Baugs, hvernig er hægt að skýra alla þessa pósta um eignarskiptingu, gagnrýni á rekstrarkostnað bátana, reikninga sem senda skal til Baugs, eignafærslu til Bahamas, o.sv.frv. ?
Hvernig kemur þetta heim og saman við þær fullyrðingar Baugsmanna sem standa eiðsvarnir í réttarsal og fullyrða að þeir eigi ekkert í bátunum (alls voru keyptir 3 bátar) ?
Einnig er rétt að taka fram að fjölmargir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi staðfestu fyrir dómi að hafa fengið boð um bátsferð af hálfu Baugsmanna.
Fjölmargar hópferðir voru farnar s.s. saumaklúbba- , vinnu-, maka-, æskuvina- og aðstoðarforstjóraferðir og ferðir með framkvæmdastjórum Bónus.
Þá greindu nánir vinir Jóns Ásgeirs frá því að þeir hefðu komið allt að 6-10 sinnum hver á Thee Viking.
Þrátt fyrir það byggist vörn Jóns Ásgeirs á því að ég hafi staðið algerlega einn að öllum rekstri og viðhaldi bátsins !
Siðan er athyglisvert að lesa framburð Jóhannesar Jóhannessonar, faðir Jóns Ásgeirs varðandi þessa lúxusbáta:
Framburður Jóhannesar Jóhannsonar
Framburður stjórnarmanna almenningshlutafélagsins Baugs eru einnig athyglisverðir en allir stjórnarmennirnir fullyrða að þeir hafi aldrei rætt um neina styrkveitingu til eins af birgjum Baugs í Bandaríkjunum uppá tugi milljóna króna árum saman en óneitanlega hefði stjórnin þurft að samþykkja slíkar greiðslur sem stærsta almenningshlutafélag Íslands var að greiða hvern mánuð.
Framburður Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Baugs
Framburður Guðfinnu Bjarnadóttur, stjórnarmanns Baugs
Framburður Hreins Loftssonar, stjórnarmanns Baugs
Framburður Þorgeirs Baldurssonar í Odda
Framburður Krístinar Jóhannesdóttur er einnig býsna fróðleg lesning þar sem hún kannast ekki við flesta póstana sem voru sendir frá hennar tölvu varðandi bátana og getur því ekki skýrt efni þeirra á neinn máta (skyndilegt minnisleysi kom nefnilega fram hjá öllum Baugsmönnum varðandi óþægilega tölvupósta).
Framburður Krístinar Jóhannesdóttur
Til að lesa svo allsherjar samantekt á þeim póstum sem sendir voru milli Baugsmanna og mín varðandi þessa lúxusbáta á Miami er best að smella hér en þetta ætti að sannfæra hörðustu efasemdarmenn hverjir áttu bátana og hvernig almenningshlutafélagið Baugur greiddi allan kostnað og rekstur þeirra.
Samantekt úr tölvupóstum sem varða greiðslur vegna afborgana og rekstrar báta í Miami.
(Skammstafanir í póstum: TJ:Tryggvi Jónsson, JGS: Jon Gerald Sullenberger, JAJ: Jón Ásgeir Jóhannesson, KJ: Krístin Jóhannesdóttir)
Einnig bendi ég á framburð Tryggva Jónssonar í kaflanum "Framburðir Baugsmanna" um þessi bátamál en talsvert af gögnum má finna í þeim kafla sem eru í algerri þversögn við framburði Baugsmanna fyrir dómstólum.
Af hverju dómstólar sjá þetta ekki er mér hulinn ráðgáta, líkt og með flest annað sem viðkemur þessu máli.
Menn virðast bara ekki vilja sjá þetta.
Réttarhöldin í USA varðandi bátana
(Hinn frægi gleðikonureikningur kemur hér fram í réttarhaldinu)
Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.