Einn af stóru ákæruliðunum snýst um félag að nafni Fjárfar ehf. en Jóni Ásgeiri var gefið að sök að hafa verið raunverulegur eigandi þess félags og stjórnað því en félagið fékk m.a. hundruðir milljóna króna að láni frá Baug hf. og keypti m.a. 10-11 verslunarkeðjuna og hagnaðist um hundruði milljóna þegar félagið seldi 10-11 keðjuna til almenningshlutafélagsins Baugs hf.

Jón Ásgeir fullyrðir að hann hafi einungis átt örfá prósent í þessu félagi sem aðrir aðilar stofnuðu og stjórnuðu og hann einungis komið að félaginu sem lítill hluthafi.

Allir sem tengjast hinsvegar félaginu Fjárfar ehf. segja hinsvegar Jón Ásgeir/Tryggva Jónsson hafa stjórnað þessu félagið frá upphafi.

Fjárfar ehf. fékk t.d. hundruðir milljóna að láni frá almenningshlutafélaginu Baug hf. án trygginga eða vaxtagreiðslna og má þar m.a. nefna:

16.mai 2000 fær Fjárfar 64.500.000 kr. að láni og kaupir hlutabréf í Baug.
30.júni 2000 fær Fjárfar 50.000.000 kr. að láni og kaupir hlutabréf í Baug.
13.febrúar 2001 fær fjárfar 87.700.000 kr. að láni og kaupir hlutabréf í Baug.
21.febrúar 2002 fær Fjárfar 50.000.000 kr. að láni og kaupir hlutabréf í Baug.

Svona mætti lengi telja.

Fjárfar ehf. tók einnig þátt í hlutafjárútboði Baugs fyrir hundruði milljóna krónur þrátt fyrir að vera eignarlaust félag og skv. framburði starfsmanna Baugs komu fyrirmæli þess efnis varðandi þær lánveitingar frá Jóni Ásgeir/Tryggva Jónssyni (Sjá framburð Lindu Jóhannesdóttur neðar).

Fjárfar keypti m.a. verslunarkeðjuna 10-11 fyrir vel yfir 1.100 milljónir sem var svo seld almenningshlutafélaginu Baug nokkrum mánuðum síðar fyrir mörg hundruð milljónir meira en Fjárfar ehf. keypti hana á.

Sá sem átti því félagið Fjárfar ehf. hagnaðist þ3.6.2008ví gríðarlega á sölunni á 10-11 keðjunnar til almeningshlutafélagsins Baugs hf.

Fjárfar ehf. tók einnig þátt í allskyns viðskiptum með verðbréf að verðmæti hundruðir milljóna króna í Straum Hf., Tryggingarmiðstöðinni og svona mætti lengi telja en félagið var í gríðarlega umfangsmiklum viðskiptum hingað og þangað fyrir verulegar upphæðir.

Félagið Fjárfar ehf. var stofnað á pappír af Sigfús Sigfússyni (kenndan við Heklu), Sævar Jónsson (kenndan við Leonard, Kringlunni) en báðir segjast hafa verið illilega blekktir af Baugsmönnum í framburði sínum.

Einnig voru fyrrum eigendur 10-11 keðjunnar, hjónin Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir einnig skráðir sem forsvarsmenn Fjárfars ehf., a.m.k. á pappír (sem þau þvertaka fyrir í framburði sínum).

En hver átti fjárfar ehf. ?

Hver stjórnaði Fjárfar ehf. ?

Hver tók ákvörðun um að "lána" Fjárfari ehf. hundruðir milljóna króna án trygginga, vaxta og afborganna frá almenningshlutafélaginu Baug hf.?

Hver tók ákvörðun um að lána Fjárfari ehf. kaupverð hlutafjár að nafnverði 2.500.000 króna í Baugur.net og hver tók ákvörðun að láta Baug selja Fjárfari þessi hlutabréf fyrir 50 milljón krónur skv.kaupsamningi 16.júní 2000 ?

Hver tók svo ákvörðun að bakfæra þessi viðskipti með þeim einkennilega hætti að söluhagnaður vegna viðskiptanna var látinn standa óhaggaður í bókum Baugs hf - sem eins og hinir tilhæfulausu reikningar frá Nordica og SMS keðjunni í færeyjum - fegruðu afkomu Baugs hf. verulega ?

Hvaða aðili kom því til leiðar að Fjárfar ehf. tæki þátt í hlutafjárútboði Baugs hf. 24.júní 1999, og skráði sig fyrir bréfum fyrir mörg hundruð milljón krónur og veitti Fjárfar ehf. lán frá Baug hf ?

Hvaða aðili gat komið slíkri "fléttu" til leiðar til að styrkja sig í félaginu Baug hf. á kostnað annarra hluthafa í almenningshlutafélaginu Baug hf. ?

Hvaða aðili setti nöfn fyrrum eiganda 10-11 á lánapappíra til Íslandsbanka að upphæð 350 milljón krónur sem var svo notað til að greiða sömu eigendum fyrir Vöruveltuna sem átti 10-11 keðjuna ?

Hvaða aðili sendi ranga tilkynningu til verðbréfaþings Íslands 7.desember, 2000 þess efnis að eiginkona fyrrum eiganda 10-11, Helga Gísladóttir, væri eigandi 90% hlutafjárs í Fjárfar ehf. (Sjálf segir Helga sig enga aðkomu hafa að félaginu í framburði sínum hjá lögreglu) ?

Hver ákvað að Fjárfar ehf. skyldi kaupa verslunarkeðjuna 10-11 ?

Hver ákvað nokkrum mánuðum síðar að Fjárfar skyldi selja 10-11 keðjuna til almenningshlutafélagsins Baugs með mörg hundruð milljóna króna álagningu, þ.e. kaupverðið til Baugs var miklu hærra en það sem Fjárfar keypti 10-11 keðjuna svo næmi hundruðum milljóna króna ?

Hver ákvað að aðskilja verslunarrekstur 10-11 keðjunnar og selja hann til almenningshlutafélagsins Baugs hf. með hundraða milljóna álagningu og fasteignir 10-11 og selja þær einnig með hundraða milljóna álagningu til almenningshlutafélagsins Baugs hf.?

Hver ákvað að senda til íslandsbanka skjöl varðandi eignarhald og stofnun Fjárfars ehf. og setja nöfn einstaklinga sem tengjast félaginu á engan máta skv.framburði þeirra ?

Hver ákvað að nota nöfn fyrrum eigenda 10-11 án þeirra heimildar varðandi eignarhald á Fjárfar ehf. gagnvart kauphöllinni sem og lánastofnunum sem og almenningshlutafélaginu Baug hf. ?

Af hverju tekur eiginkona Jóns Ásgeirs, Ingibjörg Pálmadóttir á sig sjálfsskuldarábyrgð uppá hundruði milljóna króna vegna Fjárfar ehf. (sjá neðar)?

Af hverju voru eignir Gaums ehf. sem er í 100% eigu Jóns Ásgeirs notaðar til tryggingar skuldum Fjárfars ehf.?

Af hverju var viðskiptamannareikningur í bókhaldi Gaums ehf. (sem er í 100% eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans) sem annaðist ýmsar peningahreyfingar í nafni Fjárfars (sjá framburð Aðalsteins Hákonarsonar endurskoðanda neðar) ?

Af hverju fékk endurskoðandi Fjárfars ehf. aldrei þessi gögn?

Hver gerði samning við stjórnarformann Fjárfars ehf. þess efnis að hann mætti ekki framkvæma neitt í nafni Fjárfars ehf. nema að gefnum fyrirmælum frá Gaum ehf. sem er í 100% eigu Jóns Ásgeirs ?

Er það tilviljun að árið 2004 er lögmaður Fjárfars ehf. Einar Þór Sverrisson sem einnig er lögmaður Baugsmanna og situr við hlið Baugsmanna í dómssölum í Baugsmálinu ?

Hvaða einstaklingur bað hann um að gegna lögmannstörfum fyrir Fjárfar ehf. ?

Þessi sami lögmaður, Einar Þór Sverrisson, situr einnig í stjórn Baugs ehf. í dag.

Er það tilviljun að stjórnarformaður Fjárfars árið 2004 hét Helgi Jóhannesson, sem einnig hefur starfað sem lögmaður Baugsmanna ? Hver bað hann um að gegna stjórnarformennsku fyrir Fjárfar ehf. ?

Er það tilviljun að sá aðili sem tók við af Helga Jóhannessyni sem stjórnarformaður Fjárfars ehf. heitir Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs ?

Hver bað Jóhannes Jónsson að gegna stjórnarformennsku í félaginu Fjárfar ehf.?

Látum eiðsvarna framburði þeirra einstaklinga sem Baugsmenn segja að hafi stofnað þetta félag og stjórnað tala sínu máli.

Þetta eru afrit af undirrituðum eiðsvörnum vitnaskýrslum sem eru vottaðar að auki og stimplaðar af hálfu ríkislögreglustjóra:



  1. Sigfús Sigfússon, kenndur við bílaumboðið Heklu hf. segir í framburði sínum m.a.:

    "Sigfús segir að hann hafi komið að stofnun þessa félags af vinargreiða við Tryggva Jónsson".

    "Sigfús segir aðkomu sína að rekstri Fjárfars alls enga og hann hafi ekki unnið neitt starf fyrir félagið".

    "Sigfús segir að hann vilji taka fram að honum þykir miður hvernig nafn hans hafi verið misnotað með þessum hætti af vini sínum til margra ára, Tryggva Jónssyni. Sigfús segir að hann vilji ennfremur taka fram að hann telji sig hafa verið blekktan í þessu máli".

    Framburður Sigfúsar Sigfússonar í Heklu

    Jón Ásgeir hinsvegar segir í framburði sínum um Fjárfar ehf.:

    "Jón Ásgeir segir að það sé ekkert launungarmál hverjir hafi verið stofnendur Fjárfars og hluthafar, þ.e. Sigfús, Sævar og Helgi" (sjá nánar lið 16 að neðan).

    Ég hvet alla til að lesa framburð Sigfúsar, Sævars og Helga og spyrja sig svo síðan hvort þessir einstaklingar hafi verið virkir hluthafar eða "leppar" !



  2. Árni Samúelsson (SAM bíókóngur) var ómyrkur í máli í sinni yfirheyrslu.

    Lögreglan sýnir honum afrit af almennum skilmálum fyrír 450 milljón króna láni frá Íslandsbanka ásamt viðaukum en þar segir m.a. "Fjárfar ehf. er nýstofnað fyrirtæki. Félagið er stofnað af Heklu hf. og Sævari Jónssyni. Á næstu dögum munu ganga til liðs við félagið Tryggingarmiðstöðin og Árni Samúelsson....."

    Árni er spurður hvort hann hafi komið að þessari lánveitingu hjá Íslandsbanka hf. og Árni svarar:

    "Árni segir að honum hafi ekki verið kunnugt um þetta og hafi aldrei séð þessa pappíra. Árni segir að hann sé algjörlega forviða yfir þessu hvernig nafn hans hefur þarna verið notað".

    "Árni segir að hann vilji árétta að hann sé forviða og mjög ósáttur við hvernig nafn hans hafi verið notað án leyfis með þessum hætti. Árni segir að honum finnist þessi vinnubrögð Íslandsbanka hf. með eindæmum, þ.e. að lána 450 milljónir til félags án þess að kanna hverjir væru þar að baki".

    Framburður Árna Samúelssonar



  3. Valur Valsson, þáverandi bankastjóri Islandsbanka segir í framburði sínum varðandi fjárfar ehf. m.a. :

    "Valur segir að hann vilji taka sérstaklega fram að þetta komi honum mjög á óvart að sjá hvernig málið sé í pottinn búið og sé honum í raun nokkuð brugðið, því skv.gögnum málsins hafi íslandsbanki ekki verið upplýstur um allt sem varðaði málið".

    Framburður Vals Valssonar, bankastjóra Íslandsbanka



  4. Aðalsteinn Hákonarsson, endurskoðandi Fjárfars ehf. var mjög harðorður í vitnaskýrslu sinni enda fékk hann réttarstöðu grunaðs manns vegna falsaðra gagna sem hann fékk frá Baugsmönnum varðandi bókhald Fjárfars ehf.

    Hann segir m.a. í framburði sínum:

    "Aðalsteinn segir að hann líti svo á að hann hafi sem endurskoðandi félagsins verið blekktur af Tryggva Jónssyni. Aðalsteinn segir enn fremur að hann telji að það hafi verið hluti af því blekkingarferli sem verið hafi með eignarhald og reksturs Fjárfars ehf. því að ef endurskoðendur Gaums ehf. eða Baugs hf. hefðu annast endurskoðunina hefðu rangfærslur uppgötvast".

    "Aðalsteinn segir að þrátt fyrir ítrekaðar óskir til Kristínar Jóhannesdóttur (sem er framkvæmdarstjóri Gaums ehf.) hafi bókhaldsgögn um Fjárfar ekki borist og hafi því verið vandkvæmum bundið að ljúka ársreikningi vegna 1999"

    "Í bókhaldi Gaums ehf. (einkafélag Jóns Ásgeirs) hafi verið til viðskiptamannareikningur vegna Fjárfars sem var aldrei látin í té. Þar hafi komið fram ýmsar peningahreyfingar sem Gaumur ehf. hafi annast í nafni Fjárfars en þær upplýsingar hafi honum ekki verið veittar áður þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um til Kristínar Jóhannesdóttur framkvæmdarstjóra Gaums ehf."

    "Aðspurður um aðild Sigfúsar og Sævars segist Aðalsteinn ekki hafa gert sér grein fyrir því við stofnun hversu þátttaka þeirra var mikil en síðan við gerð uppgjörs á miðju ári 1999 hafi Aðalsteinn gert sér grein fyrir að þeir voru ekki raunverulegir eignaraðilar þess. Tryggvi Jónsson sagði honum að það þýddi ekkert að tala við þá Sigfús og Sævar þar sem þeir vissu ekkert um félagið"

    Framburður Aðalsteins Hákonarssonar, endurskoðanda Fjárfars ehf.



  5. Arnfinnur Sævar Jónsson skildi einnig lítið í spurningum lögreglu um Fjárfar ehf. Lögreglan sýnir honum bréf til Islandsbanka, undirritað af Helga Jóhannessyni (lögmanni Jóns Ásgeirs) sem varðar endurfjármögnun á lánum. í bréfinu kemur fram hverjir stærstu eigendur Fjárfars ehf. eru skv.hluthafaskrá. Þar kemur fram að Sævar Jónsson eigi 20% hlut í Fjárfar.

    Sævar segir þetta ekki rétt, hann kveðst aldrei hafa átt neinn hlut í þessu félagi.

    Orðrétt segir Sævar í framburði sínum:

    "Sævar segir að aðkoma hans að rekstri félagsins sé engin og ekkert starf af hans hendi".

    Framburður Sævars Jónssonar



  6. Eiríkur Sigurðsson, fyrrum eigandi 10-11 segir m.a. í framburði sínum að hann ásamt eiginkonu sinni hafi verið beðinn að "leppa" eignarhald Fjárfars ehf. og koma fram sem raunverulegir eigendur að beiðni Baugsmanna og "þau hafi verið dreginn inn í ferli sem hafi verið þeim mjög á móti skapi".

    Eiríkur og eiginkona hans, Helga, hafa að sögn Eiríks aldrei átt nokkur tengsl við Fjárfar ehf. , aldrei átt neitt í því eða átt neina hagsmuni hvorki stjórnunarlega eða eignalega. Aldrei hafi þau tekið neinar ákvarðanir í þeim rekstri eða setið stjórnarfundi þess.

    Jafnframt fullyrðir Eiríkur að íslandsbanka hafi verið fullkunnugt um raunverulegt eignarhald Fjárfjárs en Eiríkur fullyrðir að Jón Ásgeir hafi átt og stjórnað félaginu þar sem Jón Ásgeir hafi verið þeirra eini tengiliður við Fjárfar.

    Jafnframt segir Eirikur í framburði sínum:

    "Eirikur kveðst að lokum vilja láta hafa eftir sér að eftir að gengið var frá samningum við Jón Ásgeir í oktober 1998 var mikill pirringur í þeim hjónum vegna alls þessa máls. Ekki síst vegna þess að þeim hafi brugðið þegar þau sáu nafn Helgu (eiginkonu Eiríks) þar sem hún var nefnd sem eigandi Fjárfars ehf. Eiríkur kveðst þá ætíð hafa hringt í Jón Ásgeir og kvartað yfir þessu en ávallt fengið þær skýringar að um væri að ræða misskilning hjá blaðamönnum og þess háttar.

    Eirikur vildi ítreka það að hvorki hann né Helga hafi nokkurn tímann átt neina hagsmuni hvorki stjórnunarlega eða eignarlega við Fjárfar".

    Hann lýsir einnig reiði konu sinnar þannig að hún hafi beðið úti í bifreið sinni á meðan hann fór að undirrita pappíra vegna Fjárfars að kröfu Baugsmanna og hann m.a. þurft að fara út i bifreiðina með pappírana handa konu sinni til undirritunar !

    Framburður Eiríks Sigurðssonar, fyrrum eiganda 10-11 - fyrri hluti
    Framburður Eiríks Sigurðssonar, fyrrum eiganda 10-11 - seinni hluti



  7. Helgi Jóhannesson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir aðspurður í framburði sínum um stjórnun og ákvörðunartöku í félaginu Fjárfar ehf. að í árslok 1999 hafi Krístin Jóhannesdóttir (systir Jóns Ásgeirs), framkvæmdarstjóri Gaums ehf (einkahlutafélag Jóns Ásgeirs) óskað eftir því við hann að hann tæki að sér að vera stjórnarformaður í félaginu Fjárfar og halda utan um nokkur skjöl.

    Samningur er svo gerður 9.ágúst, 2001 milli Helga og fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. og kemur m.a. fram í samningnum að Gaumur komi fram f.h. hluthafa Fjárfars og að Helgi skuli einungis framkvæma þeir ráðstafanir f.h. Fjárfars ehf. sem fulltrúar Gaums ehf. fela honum eða samþykkja en Gaumur ehf. er einkahlutafélag í 100% eigu Jóns Ásgeirs.

    Það kemur einnig fram í gögnum málsins að það hafi verið Helgi Jóhannesson sem fékk Helgu Gísladóttir til að undirrita tilkynningu þess efnis að hún væri 90% eigandi hlutafjárs í Fjárfar ehf.

    Þessi tilkynning var svo send til verðbréfaþings Íslands til að fela eignarhald Jóns Ásgeirs á félaginu enda var Fjárfar ehf. að kaupa gríðarlegt magn af hlutabréfum í almenningshlutafélaginu Baug hf. á þessum tíma.

    Helga segir þetta alrangt - hún hafi aldrei haft neina aðkomu að Fjárfar ehf, hvorki eignarlega eða fjárhagslega.

    Framburður Helga Jóhannessonar

    Í framburði Jóns Ásgeirs um Fjárfar ehf. segir hann hinsvegar eftirfarandi um þátt lögmanns síns , Helga Jóhannessonar, varðandi stjórnun Fjárfars ehf.:

    "Jón Ásgeir segir að það sé ljóst að Helgi Jóhannesson hafi verið virkur þátttakandi í viðskiptum Fjárfars ehf. og Baugs þrátt fyrir framburð Helga um annað" (sjá nánar lið 15 að neðan).

    Lögmaður Jóns Ásgeirs er því að segja ósatt í framburði sínum hjá lögreglu skv. framburði Jóns Ásgeirs.

    Í greinargerð verjenda til Hæstaréttar Íslands (sem einn sakborninga í málinu hef ég rétt til að fá öll gögn og ég nýtti mér þann rétt) kemur m.a. fram varðandi ákærulið 7 sem er sala á hlutafé til Fjárfars ehf. en Jóni Ásgeir er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með lánveitingum frá Baugi til Fjárfars sem var svo nýtt til kaupa á hlutafé í Baug hf.

    Þetta er sérlega áhugaverð málsvörn lögmanna Baugsmanna fyrir Hæstarétti, þar sem þessi ágæti lögmaður, Helgi Jóhannesson segir orðrétt að í framburði sínum þegar hann er beðinn að skýra tengsl Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við Fjárfar ehf.:

    "Helgi segir að það hafi komið honum þannig fyrir sjónir að Krístin Jóhannesdóttir hafi fengið sín fyrirmæli og upplýsingar varðandi félagið frá Jóni Ásgeiri og hún síðan komið þeim áfram til Helga í samræmi við samning þeirra.

    Aðspurður segist Helgi ekki hafa orðið var við fleiri aðila sem höfðu með málefni Fjárfars að gera.

    ...Helgi er spurður hvort að hann hafi tekið einhverjar ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar Fjárfars eða annan rekstur félagsins.

    Helgi svarar því neitandi, hann hafi ekki gert neitt nema skv. beiðni eða fyrirmælum.

    ...varðandi stjórnun segir Helgi eins og fyrr hafi komið fram, þá hafi það komið honum fyrir sjónir að það hafi verið Jón Ásgeir sem hafi ráðið för í rekstri og ákvarðanatöku félagsins".

    Verjendur Jóns Ásgeirs segja í greinargerð sinni orðrétt:

    "Í greinargerð setts ríkissaksóknara til Hæstaréttar um þennan ákærulið er því ranglega haldið fram, og án sýnilegs tilgangs, að Jón Ásgeir hafi alla tíð leynt tengslum sínum við Fjárfar ehf.

    Jón Ásgeir var ekki fyrirsvarsmaður þess félags.

    Fráleitt er að halda því fram að Jón Ásgeir hafi tekið ákvörðun um þennan kaupsamning þegar fyrir liggur að framkvæmdarstjóri Fjárfars ehf., Helgi Jóhannesson undirritaði samninginn fyrir hönd félagsins".

    M.ö.o., lögmenn Jóns Ásgeirs nota það sem málsvörn fyrir Hæstarétti að lögmaður Jóns Ásgeirs, Helgi Jóhannesson, hafi undirritað samninga f.h. Fjárfars ehf. og segja alla þá aðila sem hér fullyrða að Jón Ásgeir hafi stjórnað félaginu og leynt eignaraðild sinni frá upphafi, vera að segja ósatt.

    Jafnvel framburður Helga Jóhannessonar þess efnis að hann telji Jón Ásgeir hafa verið stjórnanda og eiganda Fjárfars ehf. skiptir lögmenn Baugs litlu máli, því eins og Jón Ásgeir sagði í framburði sínum "....Helgi var virkur þátttakandi í vðskiptum Fjárfars ehf. og Baugs hf. þrátt fyrir framburð Helga um annað".

    Lögmenn Baugs virðast því þeirrar skoðunar að allir þeir einstaklingar sem gáfu vitnisburð hjá lögreglu séu einnig "ótrúverðug" vitni og hluti af samsærinu gegn Baugsmönnum.



  8. Fjárfar ehf. skipti einnig á bréfum í Baug hf. við bréf í fjárfestingarfélaginu Straum hf. en eignarhlutur Fjárfars í Straum nam að nafnverði 235.091.002 krónum í lok 2001 og var þessi eignarhlutur í Straumi settur að handveði til tryggingar skuldum Fjárfars ehf. við Íslandsbanka .

    Lögmaður Jóns Ásgeirs, Helgi Jóhannesson, undirritaði samninginn f.h. Fjárfars ehf.Sjálfur segir Helgi í framburði sínum að hann hafi einungis starfað skv.skipunum frá Gaum ehf. sem er einkahlutafélag Jóns Ásgeirs.

    Framburður forstjóra Straums, Þórðar Más Jóhannessonar



  9. Framburður Hreiðar Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka er einnig athyglisverður en KB banki var einn stærsti hluthafinn í almenningshlutafélaginu Baug á þessum tíma.

    Þar segir hann m.a. að Jón Asgeir fari með rangt mál í framburði sínum þess efnis að hann hafi leitað samþykkis KB banka fyrir sumum viðskiptagerningum sínum.

    Framburður Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka



  10. Helga Gísladóttir, eiginkona Eiríks Sigurðssonar, fyrrum eiganda 10-11 keðjunnar er einnig afskaplega afdráttarlaus í sínum framburði og segir aðkomu sína að félaginu enga - hvorki fjárhagslega eða stjórnunarlega en að hún hafi undirritað pappíra að kröfu Baugsmanna sem þau gerðu til að fá kaupverðið greitt skv.samningi þess efnis. Helga segir jafnframt að enginn annar en Jón Ásgeir hafi getað átt og stjórnað Fjárfar ehf.

    Framburður Helgu Gísladóttur



  11. Hertha Þorsteinsdóttir, starfsmaður 10-11 keðjunnar segir í framburði sínum að Eiríkur Sigurðsson hafi tilkynnt henni að Jón Ásgeir hafi keypt 10-11 keðjuna.

    Mánaðarlega hafi hún svo hitt Jón Ásgeir í lítilli íbúð á Rauðarárstíg til að fara yfir reksturinn en eftir að það var gert opinbert að Baugur hf. hafi keypt Vöruveltuna (Þ.e. félagið sem átti 10-11 búðirnar) um vorið 1999 hafi það breyst og fundir farið fram í húsnæði Baugs hf.

    Sjálfur neitar Jón Ásgeir því að þau hafi hist á Rauðarárstíg þannig Hertha er að segja ósatt í framburði sínum hjá lögreglu skv. framburði Jóns Ásgeirs eins og allir aðrir sem segja óþægilega hluti.

    Jafnframt segir Hertha, Eirík hafa sagt sér að salan á félaginu til Jóns Ásgeirs yrði ekki gerð opinber fyrst um sinn vegna "samkeppnisástæðna".

    Það er einnig athyglisvert að Hertha segir þá breytingu hafa orðið á rekstri félagsins eftir kaup Jóns Ásgeirs að verulegar tilfæringar á fasteignum og lausafjármunum hafi orðið. Húsaleiga hafi hækkað mjög , þ.e. sú leiga sem verslanir 10-11 þurftu að greiða og allt í einu hafi þurft að greiða kaupleigu af kælum og öðrum tækjum sem voru áður í eigu 10-11. Þeir peningar runnu svo að lokum í Litla fasteignafélagið ehf. sem svo sameinaðist Gaum ehf. sem er í eigu Jóns Ásgeirs.

    Framburður Herthu Þorsteinsdóttur



  12. Krístin Jóhannesdóttir (systir Jóns Ásgeirs) segir í framburði sínum að Jón Ásgeir hafi gefið henni fyrirmælin varðandi Fjárfar og er framburður hennar býsna athyglisverður og ekki síst sú staðreynd að hlutabréf Gaums (einkahlutafélag Jóns Ásgeirs) í Baug hf. hafi verið sett að veði til tryggingar skuldum Fjárfars ehf.

    Framburður Kristínar Jóhannesdóttur, framkvæmdarstjóra Gaums ehf.



  13. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs virðist taka á sig sjálfskuldarábyrgð fyrir hundruði milljóna fyrir félagið fjárfar ehf.

    Hver bað hana um það og fyrir hvern myndi hún veita slíka ábyrgð ?

    Sjálfskuldarábyrgð - skjal. Þetta skjal fannst í tölvum Baugsmanna.



  14. Í framburði sínum heldur Jón Ásgeir því fram að lögmaður sinn, Helgi Jóhannesson hafi logið að lögreglunni. Þegar hann er spurður hverjir hafi stjórnað Fjárfar ehf. svarar Jón Ásgeir orðrétt:

    "Jón Ásgeir segir að það sé ljóst að Helgi Jóhannesson hafi verið virkur þátttakandi í viðskiptum Fjárfars ehf. og Baugs þrátt fyrir framburð Helga um annað".

    Þegar Jón Ásgeir er spurður hverjir hafi kosið föður hans, Jóhannes Jónsson sem núverandi stjórnarformann Fjárfars ehf. segir Jón Ásgeir "....hann viti það ekki, það hljóti að hafa verið á hluthafafundi félagsins".

    Aðspurður hverjir voru stofnendur Fjárfars ehf. svarar Jón Ásgeir:

    "Jón Ásgeir segir það ekkert launungarmál hverjir hafi verið stofnendur Fjárfars og hluthafar, þ.e. sigfús, Sævar og Helgi".

    Ég hvet alla til að lesa framburði Sigfúsar, Sævars og Helga hér að ofan og spyrja sig hvort þeir hafi verið virkir stofnendur eða hluthafar miðað við framburði þeirra og hvort þeir hafi stjórnað félaginu eða vitað um þær ákvarðanir sem "Hr.X" tók fyrir hönd félagsins Fjárfars ehf.

    Svo er það býsna fróðlegt að lesa í framburðarskýrslu Jóns Ásgeirs sem ég birti hér að neðan að Ríkislögreglustjóri sendir bréf til Baugs 22. apríl 2003 þar sem óskað var eftir að "upplýst verði hvort og þá hvaða tryggingar voru/hafa verið lagðar fram vegna skulda Fjárfars ehf. við Baug sem voru verulegar".

    Daginn eftir þ.e. 23. apríl 2003 sendir Jón Ásgeir systur sinni Krístinu tölvupóst (pósturinn fannst í tölvu Krístinar) sem var svohljóðandi:



    Ég spyr:
    Er það mögulegt að "F" standi fyrir Fjárfar ehf. ?

    Jón Ásgeir er spurður hvers vegna ekki var farið "að beita sér" fyrir því að skuldin yrði greidd fyrr en að þessi fyrirspurn kom frá RLS. Jóni Ásgeiri er bent á af lögreglu að þegar RLS sendir þetta bréf er skuld Fjárfars við almenningshlutafélagið Baug orðin meira en 2 ára gömul.

    Jón Ásgeir segir að skuldin hafi að lokum verið greidd og því ekkert vandamál með það, menn hafi ekki haft neinar áhyggjur af þessari skuld.

    Lán í 2 ár frá almenningshlutafélaginu Baug hf. Forstjóri Baugs sem heimilaði þessar lánveitingar úr sjóðum Baugs hf. hefur engar áhyggjur af tryggingum né rukkar vexti.

    Sá aðili sem átti og stjórnaði Fjárfar ehf. hagnaðist því gríðarlega í kjölfar þessara lána og eignaðist verulegt magn hlutabréfa í almenningshlutafélaginu Baug hf.

    Hver skyldi nú hafa verið eigandi/stjórnandi Fjárfars ehf. ?

    Allar tillögur vel þegnar í gestabókina.

    Framburður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar



  15. Af hverju skrifar Tryggvi Jónsson póst til Jóns Ásgeirs 3. nóvember 2001 þar sem hann segir Fjárfar ehf. skulda 219 milljónir til Baugs og spyr jafnframt hvort ástæða sé að Fjárfar ehf. sé hluthafi í Tryggingarmiðstöðinni ?

    Hvernig á Jón Ásgeir, sem segist ekki hafa verið forsvarsmaður félagsins og "..einungis átt örfá prósent" í félaginu sbr.framburður hans fyrir dómi, að vita þetta ?



  16. Af hverju skrifar Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf. bréf til endurskoðanda Baugs hf. þar sem hann skýrir skuld Fjárfars ehf. til Baugs uppá 219 milljónir sem og útskýrir hvernig þessi skuld verður greidd ?

    Hvaðan fær Tryggvi Jónsson, hægri hönd Jóns Ásgeirs allar þessar upplýsingar um stöðu Fjárfars ehf. ? Hvernig veit Tryggvi hvernig Fjárfar ehf. hyggist greiða skuldir sínar ?

    Hvaða einstaklingur lætur honum allar þessar upplýsingar í té ?



  17. Allir stjórnarmenn í almenningshlutafélaginu Baug hf. þvertaka fyrir það að hafa vitað að þegar Jón Ásgeir, þáverandi forstjóri Baugs hf. mælti með kaupum Baugs á 10-11 keðjunni á stjórnarfundi Baugs hf., að raunverulegur eigandi 10-11 hafi þá verið Jón Ásgeir sjálfur, forstjóri Baugs hf í gegnum Fjárfar ehf.

    Þeir neita einnig allir að hafa leyft Jóní Ásgeir að taka hundruðir milljóna króna úr sjóðum Baugs hf. til að greiða fyrir 10-11 en Jón Ásgeir borgaði hluta kaupverðsins á 10-11 með peningum frá almenningshlutafélaginu Baug.

    Engar tryggingar voru setta fyrir þessum lánum, né vextir greiddir eða afborgunarskilmálar skilgreindir því engir lánasamningar voru undirritaðir !

    Enginn nema Jón Ásgeir vissi því að hann hafði keypt 10-11 í gegnum Fjárfar ehf. með m.a. hundruðum milljónum króna sem voru tekin úr sjóðum almenningshlutafélagsins Baugs.


Framburður Þorgeirs Baldurssonar, stjórnarmanns í almenningshlutafélaginu Baug hf.

Framburður Óskars Magnússonar, stjórnarformanns í almenningshlutafélaginu Baug hf.

Framburður Guðfinnu Bjarnadóttur, stjórnarmanns í almenningshlutafélaginu Baug hf.

Framburður Hreins Loftssonar, stjórnarmanns í almenningshlutafélaginu Baug hf.

Framburður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar


Ársreikningar Fjárfars ehf. eru einnig afskaplega áhugaverð lesning þar sem félagið virðist eiga á tímabili yfir 1000 milljónir í hlutabréfum.

Félagið virðist því á tímabili hafa verið gríðarlega umsvifamikið í fjárfestingum sínum og með miklum ólíkindum að enginn vilji kannast við að eiga það eða stjórna því.

Hvaða aðili hefur hag af því að stunda svona umfangsmikil viðskipti og leyna eignarhaldi sínu og stjórnun með "leppum" ?

Er það virkilega húsmóðirin Helga Gísladóttir sem Baugsmenn fullyrða að hafi átt 90% í félaginu sbr.tilkynning þess efnis til verðbréfaþings Íslands, þegar þeir leituðu skýringa á eignarhaldi Fjárfars ehf. vegna mikilla hlutabréfakaupa ?


Eftir standa fjölmargar spurningar:

Hvernig geta dómstólar landsins horft framhjá vitnisburði þessara aðila um stjórnun og eignaraðild Fjárfars ehf. og hinn yfirgripsmikla blekkingarferil sem þarna á sér stað sem og rangfærslur í bókhaldi o.sv.frv. ?

Hvernig getur eignalaust félag eins og Fjárfar ehf. sem er einungis stofnað að því er virðist til að blekkja og leyna raunverulegum eigna- og stjórnunartengslum, tekið þátt í hlutafjárútboði Baugs fyrir mörg hundruð milljón krónur og fengið allt að "láni" frá almenningshlutafélaginu Baug hf ?

Hvernig getur svona félag komist upp með að misnota nöfn fjölda manna sbr.framburðir þeirra hér að ofan, á ýmsum viðskiptapappírum og skjölum án athugasemda yfirvalda ?

Hvernig getur Fjárfar ehf. komist upp með það að senda rangar tilkynningar til verðbréfaþings varðandi eignarhald og stjórnun án athugasemda yfirvalda eða bankastofnana ?

Hvernig er hægt að komast upp með að skrá nöfn fyrrum eigenda 10-11 á lánapappíra vegna 350 miljóna króna láns hjá Íslandsbanka þegar þau fullyrða bæði í framburðum sínum að þau hafi á engan máta tengst umræddu láni nema þau hafi undirritað skjöl að kröfu Baugsmanna þar sem þau áttu eftir að fá greitt verulegar fjárhæðir frá Baugsmönnum skv. kaupsamningi þeirra.


Hvernig er hægt af hálfu lögmanna Baugs, eins og kemur fram í greinargerð þeirra til Hæstaréttar að það sé rangt að Jón Ásgeir hafi stjórnað Fjárfar ehf. eða leynt eignaraðild sinni að félaginu ?

Skiptir framburður allra þessa einstaklinga hér að ofan engu máli ?

Hvernig er hægt að draga lögmann Jóns Ásgeirs, Helga Jóhannesson, einan til ábyrgðar þegar hann segir í eiðsvörnum framburði sínum ekki hafa gert neitt f.h. Fjárfars ehf. nema að skipan Gaums ehf. sem er í 100% eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans ?

Er einhver sem efast um hver átti eða stjórnaði Fjárfar ehf. miðað við framburði tugi manna og gögn málsins sem ég birti hér að ofan ?

Svo virðist vera þegar úrskurður héraðsdóms er skoðaður þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að þarna sé um venjuleg viðskipti að ræða en ekki lagabrot.

Eftir stendur sú spurning: Af hverju hefur engin umræða átt sér stað varðandi þessar dómsniðurstöður ?

Eru þetta virkilega eðlilegir/réttmætir og löglegir viðskiptahættir?


Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.