Fyrirskipað að segja ósatt við lögreglu
Morgunblaðið skrifar svona um sakfellingar Baugsmanna í héraðsdómi:"Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi bæði Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson fyrir brot á hegningarlögum með því að láta Jón Gerald Sullenberger útbúa tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica Inc. fyrir upphæð að fjárhæð nærri 62 milljónir króna og rangfæra með því bókhalds Baugs.
...Í dómnum segir, að kreditreikningurinn hafi verið rangur og tilhæfulaus og þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva hafi báðum verið það ljóst. Brot þeirra hafi haft áhrif á árshlutauppgjör Baugs og þar af leiðandi hafi tilkynning félagsins til Verðbréfaþings Íslands verið röng."
...Í dómnum segir, að kreditreikningurinn hafi verið rangur og tilhæfulaus og þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva hafi báðum verið það ljóst. Brot þeirra hafi haft áhrif á árshlutauppgjör Baugs og þar af leiðandi hafi tilkynning félagsins til Verðbréfaþings Íslands verið röng."
Framburður forsvarsmanna SMS keðjunnar í Færeyjum er mjög athyglisverður enda keðjan í 50% eigu Baugs og þeir því algerlega háðir Baugsmönnum, eins og ég, í viðskiptum sínum.
Hér birti ég framburð þeirra þar sem þeir lýsa því hvernig þeir fengu fyrirmæli að segja ósatt við lögreglu og hvernig þeim var gefinn "útgáfa" af framburði sem þeir áttu svo að nota í yfirheyrslum hjá lögreglu.
Orðrétt segir forsvarsmaður SMS keðjunnar í framburði sínum hér:
"Niels segir Tryggva hafa óskað eftir því að Niels gæfi lögreglu ranga skýringu á tilurð kreditreikningsins ef lögregla kæmi til með að spyrja hann út í þennan kreditreikning. Þannig hafi Tryggvi komið upp með þær tilhæfulausu skýringar að þessi kreditreikningur tengdist sameiginlegu innkaupunum á kaffi frá KRAFT. Niels kveðst hafa gefið honum vilyrði fyrir því að gefa lögreglu þær skýringar.
Hann kveðst því í upphafi þessara skýrslutöku hafa farið að óskum Tryggva og ætlað að skýra ranglega frá tilurð kreditreikningsins. Niels kveðst hinsvegar hafa áttað sig á því við yfirheyrsluna að sú saga gekk hreinlega ekki upp og talið best að skýra satt og rétt frá".
Hann kveðst því í upphafi þessara skýrslutöku hafa farið að óskum Tryggva og ætlað að skýra ranglega frá tilurð kreditreikningsins. Niels kveðst hinsvegar hafa áttað sig á því við yfirheyrsluna að sú saga gekk hreinlega ekki upp og talið best að skýra satt og rétt frá".
Framburður Niels Mortensen, framkvæmdastjóra SMS keðjunnar í Færeyjum
Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.